Feministar hafna vísindalegum aðferðum. Þar með er obbinn af öllum feminískum rannsóknum ómarktækur. Það kemur samt ekkert í veg fyrir að sé vísað til þeirra í umræðunni og þegar sama lygin er sögð nógu oft trúir fólk henni. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi hér; goðsögnina um að heimilisofbeldi sem „kynbundið“, þ.e. að reglan sé sú að snarvitlaus karlmaður gangi í skrokk á varnarlausri konu. Þegar vísindalegum aðferðum er beitt kemur í ljós að þessi hugmynd, sem femnistar hafa talað um sem óumdeilanlega staðreynd, stenst ekki.
Skaðinn er ekki bundinn við kynjafræðina. Skemmandi áhrif feminsta á félagsgreinar koma greinilega í ljós í mörum námsritgerðum háskólanemenda í félagsfræði, mannfræði og fleiri greinum við HÍ og það eru jafnvel til „vísindakonur“ sem vilja taka upp feminiska nálgun á eðlisvísindi. Moira von Wright, prófessor í menntavísindum og rektor við sænskan háskóla vill t.a.m að vísindasamfélagið hafni stórum hluta hefðbundinnar eðlisfræði. Hún telur það mismunun í garð stúlkna að taka rökhugsun fram yfir upplifun og vill t.d. aðlaga eðlisfræðina þeirri hugmynd að regnboginn eigi sér áþreifanlegan stað. Dr. Wright heldur því reyndar fram að gagnrýnendur hennar misskilji hana en hún hefur ekki útskýrt í hverju sá misskilningur felst.
Misnotkun feminista á háskólum er svo grímulaus að þeir sem bera ábyrgð á kynjafræðinni í HÍ, lýsa henni með orðunum „akademískur feminismi„. Hlutverk háskóla er að stunda rannsóknir og sinna kennslu en ekki að veita pólitískum hreyfingum og trúflokkum aðstöðu til að boða hugmyndir sínar. Þótt æskilegt væri að uppræta feminisma er það ekki hægt á stuttum tíma nema þá með aðferðum sem ekkert almennilegt fólk vill beita. Það væri hinsvegar hægt að uppræta þá ósvinnu að gervivísindi fái að blómstra í skjóli háskóla.