Skúli Helgason, klám og heiðarleiki

Í pistli í síðustu viku greindi ég frá póstskiptum mínum við Skúla Helgason alþingismann.  Í kjölfarið var lesið upp úr  pistlinum í útvarpsþættinum Harmageddon, sem leiddi til þess að Skúli fór fram á að fá að koma í þáttinn, og þar vorum við báðir næsta dag.  (Svolítill útdráttur úr þættinum og tengill á hann  koma hér í lokin.)

Halda áfram að lesa

Klámstjarnan Gail, Guðbjartur og Skúli

Það er unnið að því hörðum höndum þessa dagana að auka til muna stríðsreksturinn í „stríðinu við klámið“.  Helstu fréttir síðustu daga hafa verið af klámráðstefnu  sem haldin var af  velferðar- , innanríkis- og menntamálaráðuneytinu.  Aðalstjarnan á ráðstefnunni var Gail Dines, sem kynnt er sem fræðimaður (sem virðast miklar ýkur, ef ekki hreinn þvættingur, sjá hér að neðan), en sem hikar ekki við að ausa úr sér staðhæfingum um klám og skaðsemi þess, án þess að benda á áreiðanleg gögn máli sínu til stuðnings. Halda áfram að lesa