Í útvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá því að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir lögreglu að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, vegna kæru á hendur ráðherra og öðrum starfsmönnum ráðuneytisins.
Greinasafn fyrir merki: Lekamál Innanríkisráðuneytisins
Hanna Birna verður að víkja
Ríkissaksóknari tók í dag þá ákvörðun að lögreglurannsókn ætti að fara fram á lekamáli innanríkisráðuneytisins. Það er seint í rassinn gripið, því hinir grunuðu hafa nú haft tvo og hálfan mánuð til að eyða gögnum og tala sig saman um hvað þeir eigi að segja í yfirheyrslum, sem hefðu auðvitað átt að fara fram um leið og lekinn varð ljós, þann 20. nóvember, eða a.m.k. ekki síðar en þegar grunurinn var tilkynntur lögreglu, í lok nóvember. Halda áfram að lesa
Samsæri til verndar Hönnu Birnu?
Ég er sjaldan hrifinn af samsæriskenningum, og þótt mér leiðist endalausar „tilvitnanir“ sem eru daglegt brauð á samfélagsmiðlunum þá á ég mér þó eina sem ég held upp á. Á íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“. (Á frummálinu(?) ensku: „Never attribute to conspiracy that which can be adequately explained by stupidity“.)
Saksóknari, Hanna Birna og Vítisenglar
Eftirfarandi bréf var ég að senda ríkissaksóknara (Sigríði Friðjónsdóttur), með spurningum vegna „rannsóknar“ hennar á lekamálinu í innanríkisráðuneytinu.
Jóhanna Vigdís og systir hennar
Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var fjallað um lekamálið í innanríkisráðuneytinu. Fréttin var kynnt með þessum orðum í upphafi fréttatímans, nokkurn veginn eins og ætla mætti að ráðherrann Hanna Birna hefði sjálf samið innganginn: