Hanna Birna er andkristin

Fyrir fáum vikum hneykslaðist innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á því að andstæðingar trúboðs ríkiskirkjunnar í skólum vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um … kærleika“.  Hanna Birna er ekki svo illa gefin að hún viti ekki að þetta eru ósannindi sem hún fór með.  Hún veit líka að það er ekki í anda kristilegs kærleika að segja ósatt með þessum hætti.

Halda áfram að lesa

Segir Hanna Birna satt?

Í gær sendi ég eftirfarandi fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna þess sem virðist vera minnisblað frá ráðuneytinu sem lekið hafi verið til fjölmiðla.  (Ég hef ekki fengið svar enn.)  Greinilegt er að þessu minnisblaði hefur verið dreift víða, en svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki ansað lögmönnum þess fólkssem fjallað er um og sem fóru fram á að fá minnisblaðið.  Ég læt fylgja með slitur úr texta minnisblaðsins sem ég sendi með fyrirspurninnni.  Ég birti fyrirsögnina (að fjarlægðu nafni) og allar millifyrirsagnir, og örlítið brot úr hverjum kafla, en ekkert sem beinlínis tengist því fólki sem um er fjallað.  Tilgangurinn með þeirri birtingu er bara að gera ljóst að þetta lítur út eins og skjal sem samið hafi verið í ráðuneytinu.

Halda áfram að lesa

Að mismuna börnum

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu í gær.

———————————————————————

Að mismuna börnum

Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Halda áfram að lesa