Árni og Ásta ein eftir í dauðasveitinni

Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið.  Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því.  Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta.  Þegar Árni talar um að ekki sé hægt að koma frumvarpinu í gegnum þingið, og þegar Ásta neitar að setja það á dagskrá, þá eru þau því einungis að segja að þau myndu sjálf greiða atkvæði gegn því, væntanlega af því að þau vilja drepa það.

Vonandi tekst samflokksfólki Árna og Ástu að koma vitinu fyrir þau.

Það sem Árni Páll myndi gera, vildi hann afla sér virðingar

Því hefur verið haldið fram að ekki sé „hægt“ að koma stjórnarskrárfrumvarpinu gegnum þingið.  Þetta er rangt; það snýst um vilja.  Þeir þingmenn sem helst eru nefndir sem líklegir til að standa í vegi fyrir málinu innan Samfylkingarinnar eru Ásta Ragnheiður þingforseti, Össur og Kristján Möller.  Svo vel vill til að sá síðastnefndi mun verða fjarverandi til þingloka, og varamaður kominn í hans stað.

Halda áfram að lesa

Árni Páll, foringjaræði, flokkshollusta

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að ekki væri hægt að koma nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið fyrir kosningar.  Margir hafa orðið æfir yfir þessu, þar á meðal sumt flokksbundið Samfylkingarfólk.  Flestir stuðningsmenn flokksins virðast hins vegar algerlega ráðvilltir, þótt sumir reyni af veikum mætti að bera í bætifláka fyrir formanninn, en nokkrir meðal þeirra sem mest hafa völdin og áhrifin í flokknum taka beinlínis undir þessar yfirlýsingar formannsins, með sömu „rökum“.

Halda áfram að lesa

Skreytilist hins djöfullega

Stjórnarflokkarnir hafa þegar svikið illilega í kvótamálinu.  Nú virðist endanlega ljóst að þeir ætli líka að svíkja í stjórnarskrármálinu.  Náðarhöggið veitti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem þar með sýnir hvað vakir fyrir honum með yfirlýsingum um að láta af „tilgangslausu stríði“ í pólitíkinni. Halda áfram að lesa