Þóra Arnórsdóttir — Gamla Ísland

Þóra Arnórsdóttir hefur nú sagt nokkuð skýrt frá afstöðu sinni til forsetaembættisins. Í því kemur fátt á óvart, því hér er ekki um neitt nýtt að ræða, heldur staðfestir hún vandlega þá afturhaldssömu mynd sem hún hefur af embættinu. Hér eru nokkrar úrklippur úr ræðu hennar frá í dag, og athugasemdir við hana. Halda áfram að lesa

Forseti Íslands lýgur og svívirðir

Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar Grímsson sendi frá sér 4. mars segir eftirfarandi:

Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.

Halda áfram að lesa

Gullgerðarmenn Íslands

Í sumar birtist skýrsla þar sem Íslendingum var lofað gulli og grænum skógum, á við olíuauð Norðmanna, ef Landsvirkjun fengi bara að virkja nóg. Í gær og í dag birtust í fleiri fjölmiðlum fréttir um að tilteknir „sérfræðingar“ segi að tillögur um breytingar á Rammaáætlun gætu kostað íslenskt samfélag allt að 270 milljarða króna á næstu fjórum árum (og staðhæfingar „sérfræðinganna“ eru kynntar á Alþingi sem staðreyndir). Halda áfram að lesa

Stjórnendaáhættan í lífeyrissjóðunum

Vilhjálmur Egilsson var stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis þar til nýlega, og undirritar sem slíkur ársskýrslu sjóðsins fyrir 2011. Þar er í fyrsta sinn gerð grein fyrir „stjórnmálaáhættu“ sem sjóðurinn búi við. Forysta sjóðsins fékk á sig talsverða gagnrýni í skýrslu nefndar sem lífeyrissjóðirnir settu sjálfir á laggirnar, þar sem meira að segja var haldið fram að sjóðurinn hafi farið kringum lög. Halda áfram að lesa