Að gefnu tilefni sendi ég áðan eftirfarandi póst á forsvarsmenn Fletcher-skólans við Tufts University. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræðismál og stjórnarskrá
Spurning og svör frá stjórn FME
Ég efast um að hér komi fram nokkuð nýtt um mál Gunnars Andersens og Fjármálaeftirlitsins, en finnst rétt að birta þessi póstskipti mín við formann stjórnarinnar. Halda áfram að lesa
Guðmundasti flokkurinn
Besti flokkurinn var frábært framtak sem veitti fjórflokknum ærlega ráðningu í borginni, og sýndi að gömlu valdaklíkurnar höfðu nákvæmlega enga sérstaka þekkingu á því hvernig eigi að reka borg, enda eru þær drifnar áfram af öðrum hagsmunum, nefnilega að sanka að sér sem mestum völdum.
Guðmundasti flokkurinn er hins vegar, því miður, skilgetið afkvæmi fjórflokksins, í marga ættliði.
Íkorninn býður Bjarnadýrinu upp í dans
Einu sinn var Íkorni. Hann átti heima í skóginum. Hann dansaði á trjátoppunum og gerði grín að Bjarnadýrinu, sem var svo þunglamalegt og fúllynt og frekt. Svo kom mamma Íkornans og sagði við hann „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þá skammaðist Íkorninn sín smá og ákvað að bæta ráð sitt. Hann fór niður úr trjátoppunum og bauð Bjarnadýrinu upp í dans. Og Bjarnadýrið og Íkorninn dönsuðu saman í smá tíma. Svo missteig Bjarnadýrið sig óvart og datt ofan á Íkornann … Halda áfram að lesa
Hrædd stjórnvöld eru hættuleg
Ákveðið hefur verið að flýta setningu Alþingis á laugardaginn, svo hún hefjist klukkan tíu en ekki hálftvö eins og venja hefur verið. Fáir trúa því væntanlega sem skrifstofustjóri Alþingis segir um þetta, nefnilega að þingmönnum sé svo í mun að geta byrjað helgina snemma. Halda áfram að lesa