Einu sinn var Íkorni. Hann átti heima í skóginum. Hann dansaði á trjátoppunum og gerði grín að Bjarnadýrinu, sem var svo þunglamalegt og fúllynt og frekt. Svo kom mamma Íkornans og sagði við hann „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þá skammaðist Íkorninn sín smá og ákvað að bæta ráð sitt. Hann fór niður úr trjátoppunum og bauð Bjarnadýrinu upp í dans. Og Bjarnadýrið og Íkorninn dönsuðu saman í smá tíma. Svo missteig Bjarnadýrið sig óvart og datt ofan á Íkornann … Halda áfram að lesa