Björn Ingi að ritskoða Eyjuna?

Í gærkvöldi lenti ég í athyglisverðu atviki í athugasemdakerfinu við þennan pistil Egils Helgasonar á Eyjunni.  Það byrjaði með því að ég skrifaði ummæli þar sem ég talaði um heimsku og hroka sem þætti í persónuleika Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis.  Skömmu síðar gerði Facebook-notandi sem kallar sig „Eyjan“ eftirfarandi athugasemd við það sem ég hafði sagt (hér er skjáskot af þræðinum):

Halda áfram að lesa

Að mismuna börnum

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu í gær.

———————————————————————

Að mismuna börnum

Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Halda áfram að lesa

Barnaníðingar og fjölmiðlar

Það þykir sjálfsagt að barnaníðingar séu afhjúpaðir í fjölmiðlum (og ég er ekki að mótmæla því hér, þótt ég efist um að það sé skynsamlegt að útskúfa þeim algerlega úr mannlegu samfélagi). En einhver versti yfirhylmari barnaníðs í heiminum í margra áratugi gengur ennþá laus. Hann hefur aldrei verið dæmdur, þótt hann hafi forðað fjölda níðinga undan réttvisinni og gert þeim kleift að halda uppteknum hætti með því að flytja þá á nýjar slóðir. Hann hefur aldrei beðist fyrirgefningar á eigin framferði, og ekki er að sjá að hann iðrist. Þessi maður er beint og óbeint hylltur í fjölmiðlum, og alveg sérstaklega þessa dagana.

Sölumenn óttans á Alþingi

Í gær birtist á forsíðu Fréttablaðsins grein um yfirvofandi vopnaleit á gestum í húsi Alþingis.  „Fréttin“ er dæmigerð íslensk kranablaðamennska; þetta er löng og nánast samfelld athugasemdalaus tilvitnun í skrifstofustjóra þingsins, sem virðist alveg hafa misst tökin á tilverunni, hvað þá þeirri skynsemi og yfirvegun sem óskandi væri að maður í hans stöðu byggi yfir.

Halda áfram að lesa