Greinasafn fyrir flokkinn: Fjölmiðlar
Björn Ingi að ritskoða Eyjuna?
Að mismuna börnum
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu í gær.
———————————————————————
Að mismuna börnum
Árið 1896 féll dómur í Hæstarétti Bandaríkjanna í málinu Plessy gegn Ferguson, sem er eitt af þekktustu málum bandarískrar lögfræðisögu. Ekki síður þekkt er sú hugmynd sem birtist í dómnum og hlaut nafngiftina „separate but equal“, en það gæti á íslensku útlagst sem „aðskilin en jöfn“. Hér er vísað í þá niðurstöðu réttarins að í lagi sé að skilja að fólk eftir kynþætti, að því tilskildu að aðbúnaður beggja sé jafn. Halda áfram að lesa
Barnaníðingar og fjölmiðlar
Það þykir sjálfsagt að barnaníðingar séu afhjúpaðir í fjölmiðlum (og ég er ekki að mótmæla því hér, þótt ég efist um að það sé skynsamlegt að útskúfa þeim algerlega úr mannlegu samfélagi). En einhver versti yfirhylmari barnaníðs í heiminum í margra áratugi gengur ennþá laus. Hann hefur aldrei verið dæmdur, þótt hann hafi forðað fjölda níðinga undan réttvisinni og gert þeim kleift að halda uppteknum hætti með því að flytja þá á nýjar slóðir. Hann hefur aldrei beðist fyrirgefningar á eigin framferði, og ekki er að sjá að hann iðrist. Þessi maður er beint og óbeint hylltur í fjölmiðlum, og alveg sérstaklega þessa dagana.