
Sæl Ólöf
Sem innanríkisráðherra berð þú ábyrgð á þeim málum sem hér er fjallað um: http://www.frettatiminn.is/utlendingastofnun-sendir-stridshrjad-born-aftur-til-talibana/
Þetta er ekki í fyrsta, ekki í annað, ekki í þriðja skiptið sem íslensk yfirvöld sýna af sér svona viðurstyggilega grimmd. Halda áfram að lesa

Íslenska þjóðin (í stórum dráttum) ærðist af gleði yfir sigrum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi á dögunum (þótt sumir þessara sigra hafa víst bara verið jafntefli). Gleði er yfirleitt frábær fyrir þann sem fyrir verður, svo enginn ætti að agnúast út í skemmtunina (og reyndar er illskiljanlegt hvað sumir gátu orðið fúlir út í okkur þessi örfáu sem leyfðum okkur að gera grín að látunum, rétt eins og við, fimmtán fýlupúkar, gætum varpað skugga á tryllta gleði hinna þrjúhundruðþúsundanna).
[Eftir að pistillinn birtist var mér bent á að í tillögunni frá SEN hafði orðalaginu „fullt gjald“ (fyrir afnot af auðlindum) verið breytt í „eðlilegt gjald“. Það er veiking sem ég tel að sé til vansa, og að rökin fyrir henni séu mjög veik. Því tel ég eðlilegast að samþykkja einfaldlega tillögu Stjórnlagaráðs óbreytta.]