Kynfræðsluruglið

Í gær svaraði ég Lindubloggi um hina brýnu þörf á kynfræðslu í foreldrahúsum, við litlar vinsældir. Stend þó á því fastar en fótunum að endalaust blaður um kynferðismál sé unglingnum í skársta falli gangslaust og oftar en ekki dulbúin tilraun foreldra og samfélags til að ráðskast með einkalíf unga fólksins.

Halda áfram að lesa

Er ekki árið 2007?

heiliEins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.

Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.

Bara spurning um lágmarks skynsemi

tþmHvar er forvarnaálfurinn þegar fyrirséð er að þurfi loka eina staðnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem reiðir ungir tónlistarmenn geta stundað áhugamál sem veldur ekki öðrum skaða en heyrnarskemmdum? Stað þar sem aðrir borgarar verða ekki fyrir ónæði af af þeirri háværu starfsemi sem þar fer fram? Eina staðnum þar sem hægt hefur verið að bjóða því fólki á aldrinum 17-22ja ára sem er hvað líklegast til ýmisskonar áhættuhegðunar aðstæður til að halda og sækja vímuefnalausa tónleika? Halda áfram að lesa

Er vímuleysi það eina sem skiptir máli?

razorbladeSonur minn er á 17. ári og hefur tekið sína gelgju út með því að hlusta á tónlist sem er mér ekki að skapi. Það finnst mér miklu betri kostur en að hann brjótist til sjálfstæðis með því að nota vímuefni og umgangast fólk sem ekki er til þess hæft að lífa í samfélagi manna. Því hef ég tekið því brosandi þegar hann fer á dauðarokktónleika í Hinu Húsinu. Hitt Húsið mun enda fylgja þeirri stefnu til hins ítrasta að banna vímuefnanotkun á staðnum enda er aldurstakmark á slíka tónleika 16 ára. Halda áfram að lesa