Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem vegna siðferðilegra yfirburða sinna vita – ekki bara muninn á réttu og röngu, heldur líka hvað hinum fávísu og ófullkomnu er fyrir bestu. Hægt væri að tína til margar sögulegar hliðstæður við góða fólkið en í dag ætla ég að tala um góðtemplarahreyfinguna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: umræðan
Sjálfbærar jafnréttiskjötbollur í lýðræðissamhengi
Mig langar að vita hvernig höfundar aðalnámskrár sjá fyrir sér heimilisfræðikennslu sem byggir á þessum grunnþáttum. Hvernig eldar maður t.d. sjálfbærar jafnréttiskjötbollur í lýðræðissamhengi? Halda áfram að lesa
Góða fólkið
Í netumræðu síðustu vikna hefur borið á kröfu um skýringar á því hvað átt er við með stimplinum góða fólkið. Þeir sem undrast svo mjög þessa hugmynd eru oftar en ekki fólk sem gæti sem best tekið merkimiðann til sín. Halda áfram að lesa
Eiga leikskólar að bjóða upp á grænmetisfæði?
Eiga leikskólar og mötuneyti grunnskóla að bjóða upp á grænmetisfæði? Skiptir máli hversu hátt hlutfall barnanna eru grænmetisætur eða er það réttur allra að fá mat við sitt hæfi?
Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling?
Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling sem gefur samþykki? Og ef það er í lagi; hversu drukkinn þarf maður/kona að vera til þess að samþykkið sé ómarktækt?
Er í lagi að hafa mök við áberandi drukkinn einstakling sem sækist mjög ákveðið eftir kynlífi eða er það nauðgun?
Skiptir máli hvort báðir/allir aðilar eru undir áhrifum eða er það nauðgun ef annar er edrú en hinn vel í glasi?
Tjásur:
Eru fyrirmyndir nauðsynlegar?
Oft er talað um að börn og unglingar þurfi góðar fyrirmyndir og að leikfangaframleiðendur og afþreyingariðnaðurinn móti okkur.
Hverjar voru þínar fyrirmyndir þegar þú varst krakki? Mótuðu þær fyrirmyndir þig? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Velja fjölmiðar og markaðurinn fyrirmyndir fyrir börn, velja foreldrar þær eða velja þau sjálf? Hafa þær fígúrur sem krakkar líta upp til áhrif á hegðun þeirra og val og viðhorf?
Tjásur:
Framför – afturför
Hefur nokkur heyrt talað um afturför í tækni og vísindum?
Við erum vön því að tengja orðið framfarir við eitthvað jákvætt. Meiri þægindi, tímasparnað og fjárhagslegan ágóða.
En er það sem eykur lífsgæði okkar endilega framför?
Er tækni sem gerir okkur auðvelt að arðræna náttúruna framför?
Eru það framfarir í lyfjaiðnaði ef nýtt og áhrifaríkt lyf veldur afkomendum okkar skaða?
Eru vopn sem drepa fleira fólk á stærra svæði endilega framför?