Spaug

Gálgahúmor höfðar ekkert sérstaklega til mín. Ég sé sjaldan neitt fyndið við stórslys, sjúkdóma, kynþáttahatur eða ofbeldi. Það eru helst Fóstbræður sem hafa hitt í mark hjá mér með ósmekklegheitum, mér fannst t.d. þátturinn þar sem fór fram kennsla í heimilisofbeldi sprenghlægilegur.

Mér fannst síðasti Spaugstofuþáttur lélegur. Það er svosem ekkert við því að búast að hver einasti þáttur sé akkúrat við mitt hæfi svo ég er nú svosem ekkert aftaka sorrý yfir því. Ég skil hinsvegar ekki alveg hversvegna fólk sem finnst bráðfyndið að gera grín að rónum, blindum, föngum, asíubúum, stjórnmálamönnum, misþroskuðum og öðrum undirmálshópum fer á límingunum ef geðsjúkir eru gerðir að aðhlátursefni.

Við viljum bara engar öfgar

Undanfarið hef ég velt fyrir mér skilningi múgans á orðinu „öfgamaður“. Ég hef hvergi rekist á neina almennilega skilgreiningu á fyrirbærinu, það virðist bara háð mati þess sem talar hverju sinni. E.t.v. mætti skilgreina öfgar á sama hátt og klám; „eitthvað sem á ekki rétt á sér af því að það ofbýður MÉR, núna, við þessar aðstæður“. Halda áfram að lesa

Út um rassgatið á sér

Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa