Fátt er svo með öllu illt

Afkoman skárri en þeir spáðu en hagnaðurinn hefur nú samt dregist verulega saman. Það verða að teljast góðar fréttir í sjálfu sér.Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af,  sem og önnur í sama flokki, því fjárhagslegur skaði er það eina sem eigendur þeirra hafa áhyggjur af. Sæmd og siðgæði skiptir þá engu máli, hvorki mannslíf né mannréttindi, hvað þá umhverfissjónarmið.

http://www.savingiceland.org/node/1095

http://www.savingiceland.org/node/1165

http://www.savingiceland.org/doubledeath

 

mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%

Sjáðetta hvíta…

er sérsveitin að skíta… á sig af spenningi yfir því hver fái að prófa byssuna næst?

Mér yrði ekki rótt ef ég vissi af hvítabirni í bakgarðinum hjá mér. En er það samt ekki fulllangt gengið að senda gæsluna af stað í hvert sinn sem einhverju hvítu bregður fyrir úti í rassgati? Og af hverju í fjandanum er Landhelgisgæslan bara notuð til að leita að björnum en ekki til að bjarga þeim? Halda áfram að lesa

Nánar um ógnina

Mér var bent á það í dag að það væri kannski full langt gengið að líkja flugi við heimilisofbeldi. Það var auðvitað ekki hugsunin hjá mér. Samgöngur eru nauðsynlegar, bjarga mannslífum og allt það. Mér finnst hinsvegar ástæða til að gagnrýna það viðhorf að umhverfissjónarmið séu ógnvaldur.

Ég legg ekki til að flug verði aflagt en það er bara staðreynd að við sem jörðina byggjum, ekki síst Íslendingar, notum miklu meiri olíu en við þurfum nauðsynlega á að halda. Og það er bara einn þáttur í þeirri gengdarlausu neysluhyggju sem ógnar náttúrunni og framtíð jarðarinnar.

Það er ekki umhverfisvernd sem er vandamálið, heldur ofneyslan. Það hlýtur að koma að því að við þurfum að finna leið til að vera glöð án þess að sukka endalaust í munaði. Okkur er engin vorkunn þótt við leggjum á okkur að fara með dagblöð og gosumbúðir í endurvinnslu. Við eigum ekkert bágt þótt við komumst ekki til útlanda tvisvar á ári. Við eigum ekki einu sinni bágt þótt komi að því að við munum nokkurnveginn hvað er í ísskápnum og þurfum jafnvel að láta okkur hafa það að nýta það áður en það skemmist.

Ógnin sem steðjar að okkur er hófleysið. Ekki umhverfisverndin.

Erna lýgur

Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls, svarar gagnrýni Bjarkar Guðmundsdóttur á áliðnaðinn í Mogganum í gær. Svo langt gengur hún í lyginni að halda því fram að tengsl Alcoa við hergagnaframleiðslu séu ekki önnur en þau að selja efni sem notað er í flest farartæki, hvort sem það eru bílar, herþotur eða eitthvað annað.

Hérna er bent á nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Það er svosem alveg hugsanlegt að Erna bara viti þetta ekki en ef svo er getur hún varla talist hæf til að gegna starfi sínu. Öllu líklegra þykir mér að hún sé sama lygatussan og aðrir atvinnustóriðjusinnar sem þiggja laun fyrir að slá ryki í augu almennings og viðhalda þannig valdi stórfyrirtækja, valdi sem almenningur hefur aldrei fengið tækifæri til að hafa áhrif á með svo miklu sem einum krossi á kjörseðli.

Ógn

Umhverfisvernd ógnar fluginu.

Skelfilegir þessir umhverfissinnar sem trufla notalega smáborgaratilveru okkar með því að vekja athygli á óþægilegum staðreyndum. Og það væri nú fínt ef umhverfissinnar væru eina hugsjónafólkið en það er nú aldeilis ekki svo. Það er líka til í dæminu að kvenréttindabaráttan ógni heimilsofbeldi, krabbameinsforvarnir ógna reykingum og mannréttindabaráttan ógnar starfsemi Gutanámo.

Hroðalegt ástand alveg.

Ósigur yfirvofandi

Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.

Halda áfram að lesa