Þau mættu bara víst

Kannski ekki á slaginu, enda tafði lögreglan þau en þau fóru einmitt upp í Landsvirkjun svo hvaða kjaftæði er þetta eiginlega?

Annars veltir maður fyrir sér tilgangnum með því að mæta á fund á skrifstofu Landsvirkjunar og á hvað hátt það að vera betra en að koma skilaboðum áleiðis úti í garði. Er ekki fólk búið að vera að ræða virkjanir í Þjórsá við þennan mann í mörg ár? Og hvað hefur komið út úr því?  Jú, áframhaldanadi einelti gagnvart landeigendum í nágrenni Þjórsár.

Það er kominn tími á að láta verkin tala.

Friðrik Zophusson er ekkert önnur manneskja heima hjá sér en bak við skrifboðið sitt.

mbl.is Þáðu ekki boð um fund

Minni á Reykjavíkurakademíuna í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reykjavíkurakademíunni (Í JL húsinu)   kl. 19:30 í kvöld.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallar um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn. Einnig mun Andri Snær Magnason tala um goðsögnina um ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.

Hreint ál?

Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.

Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.
Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og

Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um
svokalla ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær kom m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Við hjá Saving Iceland erum því ánægð að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra velkominn til landsins. Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30. Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel Ef þú hefur áhuga á því að hitta Samarendra, taka viðtal við hann og svo frv. hafðu þá samband við Snorra s. 857 3521. Nánar á www.savingiceland.org

Svar til vélstýrunnar

Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.

Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa

Saving Iceland – aðgerðir hafnar

SAVING ICELAND STÖÐVAR VINNU Á LÓÐ NORÐURÁLS Í HELGUVÍK

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

Enn ein hræsnin

Í þessum efnum stend ég sjálfa mig að tvískinnungi. Mér finnst hugmyndin um kynmök manna og dýra verulega viðbjóðsleg. Ég verð reið og hneyksluð við að lesa fréttir á borð við þessa en það hreyfir ekki við mér að vita til þess að fyrir nokkrum mánuðum var kvöldmaturinn minn hvítt lamb með bleika snoppu og sagði meme.

Kynferðislegt samneyti manna við dýr er bannað í nafni dýraverndar. Þó hljótum við að viðurkenna að raunverulega ástæðan fyrir því banni er hugmynd okkar um syndina, eða ógeðfellt afthæfi en ekki sú hugmynd að dýrið bíði skaða af.

Ef dýravernd væri forsenda slíkrar lagasetningar, væri vitanlega líka bannað að drepa dýr og ég er allavega sannfærð um að ef dýrið fengi að velja, þá þætti því skárri kostur að láta manneskju riðlast á sér, en að vera drepið, hlutað í smástykki, grillað og étið með piparsósu og salati.

mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð