Gagnrýni eða öllu heldur sleggjudómar sem dynja á hreyfingunni Saving Iceland verða æ grátbroslegri. Í fyrra var algengt að íslenskir plebbar gagnrýndu meðlimi SI aðallega fyrir druslulegt útlit og annað þjóðerni en íslenskt. Þessa dagana er algengt að gagnrýnin sé á þessa leið: Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: umhverfismál
Dugar ekki
Ég er ánægð með Svandísi þótt þetta breyti svosem engu. Það er með öllu óþolandi að eigendur fyrirtækisins séu leyndir upplýsingum um orkuverð. Þetta er klassískt dæmi um pólitíska ákvörðun sem hefur það eina markmið að tryggja völd og hagsmuni ákveðins forréttindahóps.
Krafa Svandísar um að leyndinni verði aflétt og ákvörðun hennar um að ganga út, fremur en að liggja á upplýsingum, mun engu breyta í sjálfu sér en getur kannski orðið til þess að vekja einhverja til umhugsunar. Mótmæli á Austurvelli munu heldur ekki breyta neinu. Til þess að við fáum að sjá tölur þarf beinar aðgerðir.
Þarf þetta ekkert að vinna?
Þegar Þórunn Gréta ákvað að fara sem skiptinemi til Þýskalands, undirbjó hún sig vel. Ekki bara með því að læra þýsku heldur gerði hún líka ráð fyrir tekjumissi og auka útgjöldum. Hún vann mikið og eyddi litlu og þegar hún fór út átti hún peninga til ferðarinnar. Hugsanlega hafa afar og ömmur gaukað að henni nokkrum mörkum en ég veit að það var ekki mulið undir hana og að mamma hennar var ákaflega stolt af því hvað hún sýndi mikinn sjálfsaga. Mér fannst Þórunn Gréta vera dugleg stelpa og reikna með að allir sem þekkja hana taki undir það. Halda áfram að lesa
Umhverfissjallar
Ég er afar ánægð með nýtilkomna umhverfisstefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég ætla rétt að vona að þetta sé alvöru hugarfarsbreyting en ekki bara pólitísk brella til að lappa upp á ímynd flokksins rétt fyrir þingkosningar. Halda áfram að lesa
Mátti ég ekki alveg fá ís?
Eymingja Alcan búinn að eyða hátt í milljarði í undirbúning stækkunarinnar og svo bara virkaði ekki þetta fína trix með Bjögga Halldórs. Æjæj hvað ég finn til með þeim. Spurning hvort ég færi þeim ekki 88 kr úr Fórnarsjóði Mammons í sárabætur.
Af þessu geta stórfyrirtæki með sértæka frekjuröskun lært að það getur borgað sig að biðja um leyfi fyrst.
Aldrei endanlegt
Ég vildi óska þess að Árni hefði rétt fyrir sér en það er hæpið og raunar ólíklegt að niðurstaðan sé endanleg. Í lýðræðisríki er niðurstaða aldrei óbreytanleg. Þessi niðurstaða er endanleg miðað við núgildandi forsendur, sem eru allar breytilegar, flestar síbreytilegar og sú mikilvægasta; bæjarstjórnin sem tók þá ákvörðun að niðurstaðan yrði bindandi, gæti fokið í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Vitanlega er ný bæjarstjórn ekki bundin af ákvörðunum forvera sinna. Ef svo væri hefði það lítinn tilgang að skipta um valdhafa. Þannig að ef íhaldsmenn ná meirihluta næst geta þeir gert það sem þeim sýnist, og þannig á það að vera.
Mér þykir það leitt en eina leiðin til að hindra stækkun álversins í Straumsvík, sem og útþenslu annarrar stóriðju, er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem allra, allra minnst fylgi.
Fjöldaflutningar
Ég er nú ekki svo viss um að það gangi vel að fá botn í þetta mál. Annaðhvort fluttu 700 kosningabærra manna til Hafnarfjarðar nokkrum vikum fyrir kosningarnar eða ekki og það ætti að vera lítið mál að komast að því. Ef ekki, nú þá er málið dautt. Halda áfram að lesa