Þessvegna geta trúmenn og trúlausir ekki talað saman

Ég held að málefnalegar umræður trúaðra og trúlausra um trúmál séu nánast útilokaðar. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að trúmenn og trúaðir vilji ekki halda uppi málefnalegri umræðu og leitist við að niðurlægja og særa andmælendur sína heldur ekki síður sú að við lifum og hrærumst í ólíkum hugsanakerfum.

Trúleysingjar geta ekki rætt trúna á forsendum trúmannsins vegna þess að hugmyndin um hið yfirnáttúrulega stenst engin rök. Guðshugmyndin sjálf gegnur heldur ekki upp, ekki frekar en hugmyndin um ferhyndan þríhyrning.

Auðvitað er Guð til

Auðvitað er Guð til. Fólk hefur reynslu af honum og við getum ekkert hafnað þeirri reynslu. Hvort sú reynsla samræmist raunveruleikanum er svo annað mál.

Ég held að það sem skiptir mestu máli um það hvort fólk verður trúað eða ekki sé það hvort Guð lendir í „raunverulega flokknum“ eða „ævintýraflokknum“ á þeim árum sem börn eru að læra muninn á skáldskap og veruleika. En það ekki ekki vafamál að rétt eins og aðrar ævintýraverur er Guð vissulega til – í höfðum þeirra sem á hann trúa.

Óður til letinnar

Letingjar eru í senn nytsamar verur og skaðlegar.

Þúsund þakkir, þið sem eruð mér ósammála en dreifið pistlunum mínum samt af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur. Þið eruð æði.

Og þið sem eruð mér sammála en skammið mig af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur, þið eruð líka æði. Án ykkar myndi engin hjarðmennska þrífast.

Umræður