Kannski svona?

Kaupsamningur í höfn en ég finn ekki fyrir neinni sérstakri hamingju. Samt er í búðin fín, fékk m.a.s. sérfræðing til að taka hana út og hann staðfesti að allt væri í toppstandi. Fæ afhent 1. des. sem er líka kostur. Þurfti ekkert að vinna í gærkvöldi og morguninn var skítléttur en samt er ég einhvernveginn dauðþreytt og andlaus, allt að því döpur. Langar ekki einu sinni að hitta neinn. Halda áfram að lesa

Hitti Fangóríu

Hitti Fangóríu á kaffihúsi í dag. Hún ætlar að kynna mig fyrir fríðum flokki eigulegra karlmanna svo nú þarf ég að reyna að hugsa upp 3 þrautir til að fækka í úrtakinu.

Blóð mitt argar á phenylethylamin og það eru hreinlega takmörk fyrir því hversu miklu súkkulaði hægt að gúlla í sig án þess að veikjast.

Hugleiðing handa tannkremssala

Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa