Greinasafn fyrir merki: Tímavillti Víkingurnn
Bókin mín er að koma út
Bókin mín er að koma út. Þegar hægt að panta hana á netinu. Samt svo skrýtið að Keli frétti þetta á undan mér.
Ég er semsé komin í tölu útgefinna skálda og mun héðan af áskilja mér rétt til að gogga í skúffuskáld og skápaskáld.
Þá er bara næsti áfangi að verða þjóðskáld.
Eða kannski að selja svosem eins og 10 eintök af ljóðabók sem ég er löngu orðin leið á sjálf.
Nælonsokkur og riðlirí
Á venjulegu kvöldi vill bera við að Þokki leiti inn í eldhús, á hröðum flótta undan girndaraugnaráði vergjarnra kvenna -og þegar verst lætur hreinni og klárri áreitni. Að lokum var hann orðinn svo leiður á þessu að hann ákvað að mæta í nælonsokkum í von um að lostabríminn rénaði dálítið svo hann fengi vinnufrið. En þá tók ekki skárra við. Nú hefur hann ekki undan að bíta af sér káfsækna karla. Halda áfram að lesa
Mystery solved
Missed call hringdi aftur. Það var ekki sá íðilfagri (málfarsáhugafólki til yndisauka má geta þess að –íðil er af sama stofni og -eðal heldur bara starfsmannastjóri veitingahúss að bjóða mér vinnu. Ég hringdi á þennan stað í sumar (einn af þremur) þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði næstu vikur óhæf til nokkurs þess verks sem krefðist vitrænnar hugsunar. Þá vantaði ekki neinn í augnablikinu en hafa greinilega geymt númerið.
Sá íðilfagri er semsé ekki andvaka af þrá eftir dásamlegri nærveru minni. Þar fór það.
Klám og sori
Staffið í vinnunni hefur víst lesið bloggið mitt og krefst nú staðfestinga á því hver hann sé, þessi sem ég kalla Bruggarann. Engin önnur persóna vekur minnstu forvitni enda virðast menn hafa tekið eina línu úr einum texta og dregið af henni þá ályktun að ég sé almennt haldin brennandi girndarlosta í garð Bruggarans. Halda áfram að lesa
Karma
Og þá er það semsé komið á hreint; ég fæ ekki þessa peninga, allavega ekki nógu snemma. Ekki nógu snemma til að ég geti staðið við þær skuldbindingar sem ég tók á mig í trausti þess að ég fengi þetta greitt. Og fyrst þú getur ekki reddað þessu þegar ég þarf virkilega á því að halda, hverjar eru þá líkurnar á því að þú gerir það síðar? Halda áfram að lesa
Bruggarinn
Bruggarinn fer ekki að sofa þegar hann kemur seint heim. Hann sest við litla hvíta eldhússborðið sitt og fær sér kókópuffs. Ekki af því að honum þyki það sérstaklega gott heldur af því að það er fljótlegt og hann er einhvernveginn vanur því. Það eru óhreinir kókópuffsdiskar í vaskinum. Halda áfram að lesa