Sonur minn Fatfríður hringdi í gær. Kvartaði um ofþreytu af óskiljanlegum ástæðum. Ég sagði honum að það væri eðlilegt að finna til þreytu þegar maður færi í erfiðisvinnu úr margra mánaða kyrrsetu og fengi ekki helgarfrí en honum fannst þetta samt óeðlilegt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Sonur minn Byltingin
Snobb
-Hversvegna þykir íslenskt brennivín svona ómerkilegt? spurði sonur minn Fatfríður.
-Brennivín er náttúrulega afskaplega vont en ég veit svosem ekki til að það þyki neitt sérstaklega ómerkilegt, svaraði ég.
-Jú, sagði hann, ég varð greinilega var við það þegar við fórum á ballið þarna um daginn. Halda áfram að lesa
Sonur minn Fatfríður
Sonur minn Byltingamaðurinn keypti sér jakka og buxur, m.a.s. skyrtu og bindi líka, í tilefni af því að unnusta hans Sykurrófan bauð honum á árshátíð. Skyrtan er blá og bindið brúnt og appelsínugult. Ekki spyrja mig hvaðan drengurinn hefur þvílíkt smekkleysi. Halda áfram að lesa
Æ þessi laugardagskvöld
Gísli Marteinn í sjónvarpinu. Drottinn minn dýri, að þeim hjá Ríkisútvarpinu skuli detta í hug að bjóða manni upp á þennan smeðjulega, síflissandi karltáning, hvert einasta laugardagskvöld. Og að þjóðin skuli velja þetta „sjónvarpsmann ársins“, hvílík smekkleysa, ég segi ekki meir. Halda áfram að lesa
Dauðaórar
Sonur minn náttúrudýrkandinn á sér þann draum að deyja í kjafti krókódíls. Honum finnst eitthvað svo göfugt við dauðdaga sem kemur einhverjum, í þessu tilviki krókódílnum, að gagni. Hann er sannfærður um að jafnvel þótt slíkur dauðdagi sé skelfilegur og sársaukafullur, myndi hann ekki taka því persónulega þótt hann yrði étinn því slíkur er gangur náttúrunnar. Halda áfram að lesa
Sonur minn Byltingamaðurinn
Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu. Halda áfram að lesa