Hún kunni illa við kirkjugarða. Hún óttaðist ekki anda hinna framliðnu og því síður taldi hún líkur á að hún raskaði grafarró þeirra. Ekki angraði hugmyndin um návist guðdómsins hana heldur enda taldi hún víst að sá hégómaspengill héldi sig fremur meðal þeirra sem ennþá væru í aðstöðu til að tilbiðja hann. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: sögur
Sprungur
Hversu lengi hef ég setið og starað á vegginn í stofunni? Ég veit það upp á mínútu en þær mínútur hafa liðið hægar en mínútur gera almennt. Það er svosem ekki mikið að sjá á þessum vegg, nema þá sprunguna eftir jarðskjálftann í fyrra. Hún hefur stækkað og gliðnað og nýjar sprungur og grynnri liggja út frá henni. Breiðast líkt örtstækkandi kógulóarvef frá miðjunni, yfir vegginn allan, allt niður að gólfi og uppundir loft. Merkilegt að veggurinn skyldi fyrst springa í miðjunni. Rétt eins himininn hafi þrýst á móti þegar jörðin tók að titra undir fótum mínum. Hversu langt ætli sé þar til veggurinn hreinlega gefur sig og hrynur yfir stofuna mína? Halda áfram að lesa
Sagan af drengnum sem fyllti æðar mínar af endorfíni
Ég sá hann fyrst á regnvotum vormorgni. Gróðurilmurinn var svo sterkur að ég ákvað að nota ekki ilmvatn til að móðga ekki náttúruna. Það væri nefnilega eins og að mæta sem gestur í brúðkaup, í kjól sem líkist brúðarkjól og svoleiðis gerir maður ekki. Það var líka logn svo regnið streymdi beint niður og það gerist nú ekki á hverjum degi í henni Reykjavík. Þú skilur auðvitað að við slíkar aðstæður vaxa óskablóm. Halda áfram að lesa
Annars hefði hann dáið
Á kvöldin sit ég við glugga piparkökuhússins og horfi á tunglið yfir fjallinu. Stundum er það hvítt og kringlótt, hangir kyrrt í dimmbláu húminu og skín á litla hvíta steina sem börn hafa skilið eftir á skógarstígnum. Stundum veður það í grásvörtum draugaskýjum. Oftast er það sigð. Sigðin sem sker gluggatjöldin frá himnaríki. Halda áfram að lesa
Drekahreiðrið
Það er drekahreiður á svölunum mínum. Auðvitað eru það ekki alvöru drekar. Ég þyrfti að búa í risastórri höll til þess að alvöru dreki kæmist þar fyrir og ég bý bara í venjulegri blokk í Kópavoginum. Mínir drekar eru ofursmáir, bara á stærð við ketti. Samt eru þeir drekar. Það er vond fýla af þeim og þeir spúa eldi ef þeir verða hræddir eða reiðir. Halda áfram að lesa
Ljósmyndarinn
Hann stendur við gluggann og horfir á leiki krakkanna. Strákarnir á körfuboltavellinum, stelpurnar verpa eggi og hoppa í teygjutvist og snúsnú. Litlu börnin leika sér hinum megin við skólann en hér er leiksvæði unglinganna. Ár eftir ár hefur hann staðið við gluggann og fylgst með stelpunum hoppa, hlaupa og losa sand úr skónum sínum á góðvirðrisdögum. Nú eru þær orðnar stórar. Komnar með ávöl brjóst og kvenlegar mjaðmir. Fallegar stelpur, margar hverjar en Sóley ber af þeim, tvímælalaust. Hún er ekkert barn lengur, hún er tilbúin, hugsar hann. Hann tekur myndavélina og gengur út á tröppurnar. Halda áfram að lesa
Myndin af Jóni barnakennara
Dyrabjallan! Ég rýk undan sturtunni og hendist til dyra sveipuð stóru baðhandklæði. Það er amma. “Ég kom nú bara til að óska þér til hamingju elskan” segir hún, kyssir mig á kinnina og réttir lítinn kassa í gjafabréfi. Ég fylgi henni inn í stofu, ennþá með handklæðið vafið utan um mig og vatn lekandi úr hárinu.