Hamrað er á því í fjölmiðlum að hópurinn sem safnaðist saman á Snorrabrautinni í gær hafi ekki haft leyfi fyrir göngunni. Síðan hvenær þarf fólk sérstakt leyfi til að ganga um götur borgarinnar? Á hvaða forsendu var þessu fólki bannað að ganga niður Laugaveginn? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Saving Iceland
Meintir
Mér fannst einhver hlutdrægnikeimur af þessari frétt, „Meintir mótmælendur á Seyðisfirði“ svo ég sló „meintir“ og „meintur“ upp á google. Fékk upp síður með orðinu í ýmsum samsetningum en þar sem það vísar til persónu eða fleiri manna kemur í ljós að menn eru gjarnan: Halda áfram að lesa
Þarf þetta ekkert að vinna?
Þegar Þórunn Gréta ákvað að fara sem skiptinemi til Þýskalands, undirbjó hún sig vel. Ekki bara með því að læra þýsku heldur gerði hún líka ráð fyrir tekjumissi og auka útgjöldum. Hún vann mikið og eyddi litlu og þegar hún fór út átti hún peninga til ferðarinnar. Hugsanlega hafa afar og ömmur gaukað að henni nokkrum mörkum en ég veit að það var ekki mulið undir hana og að mamma hennar var ákaflega stolt af því hvað hún sýndi mikinn sjálfsaga. Mér fannst Þórunn Gréta vera dugleg stelpa og reikna með að allir sem þekkja hana taki undir það. Halda áfram að lesa
Þú skalt ekki trúa þínum eigin augum
Fjölmiðlar beðnir að halda sig á mottunni og almenningur um að trúa þeim ekki.
Æjæ hvað það er nú sárt að almenningur skyldi trúa myndbandsupptökum af framgöngu lögreglunnar fyrir austan síðasta sumar. Uppáhaldsmyndskeiðið mitt er þegar yfirmaður í lögreglunni ræðst á ljósmyndara sjónvarpsins fyrir utan lögreglustöðina á Eglisstöðum. Fjárans ósvífnin hjá RÚV að vera að sýna það í sjónvarpi.
Ætli almenningur trúi ekki bara því sem honum finnst trúlegast.
Virðingarvert?
Jájá. Og ef einhver ríkisstjórnin heimiliar pyndingar, kynjamisminunun, þjóðernishreinsanir eða úburð ungbarna þá náttúrulega virðum við það líka. Af því að ef stjórnvöld ákveða eitthvað, sama hversu ógeðfellt það er, þá á auðvitað að virða það.
Ef mótmælendur Kárahnújukavirkjunar gera einhverntíma alvöru úr því að drekkja Valgerði, skulum við vona að fjölskylda hennar virði þá ákvörðun.
Dómur fallinn
Alcoa fær ekki krónu. Nananananana!
Ríkið á hinsvegar rétt á bótum vegna óhlýðni sonar míns við verði laganna en honum er slétt sama um það (það er álmafían sem er óvinurinn) og því réttlæti mun hvort sem er aldrei verða fullnægt. Halda áfram að lesa
Tilgangur mótmæla
Spurt er: Af hverju geta þessir mótmælendur ekki bara haldið sig á þeim svæðum sem þeim hefur verið úthlutað til að mótmæla á?
Svarið: Af því að tilgangur mótmæla er ekki sá að skemmta sér við að veifa borða, heldur að knýja fram breytingar og vekja athygli á viðhorfum sem valdhafar og stórfyrirtæki komast upp með að valta yfir án nokkurra raka, af því að það hentar þeim. Mótmælendur ÆTLA að trufla starf og valda skaða. Það er yfirlýstur tilgangur, af því að það er eina aðferðin sem nokkurntíma hefur skilað nokkrum árangri. Það væri einfaldlega fáránlegt að mótæla einhverju í góðu samstarfi við fyrirtækin og stofnanirnar sem verið er að mótmæla og eftir forskrift frá þeim. Mótmælendur fyrir austan hafa ekki beitt nokkurn mann ofbeldi. Þeir eru hinsvegar, af mjög einbeittum brotavilja að leggja sig fram um að valda náttúruspillandi skítafyrirtækjum eins miklum skaða og mögulegt er. Verst hvað hið mesta mögulega er sorglega lítið.