Tilgangur mótmæla

SISpurt er: Af hverju geta þessir mótmælendur ekki bara haldið sig á þeim svæðum sem þeim hefur verið úthlutað til að mótmæla á?

Svarið: Af því að tilgangur mótmæla er ekki sá að skemmta sér við að veifa borða, heldur að knýja fram breytingar og vekja athygli á viðhorfum sem valdhafar og stórfyrirtæki komast upp með að valta yfir án nokkurra raka, af því að það hentar þeim. Mótmælendur ÆTLA að trufla starf og valda skaða. Það er yfirlýstur tilgangur, af því að það er eina aðferðin sem nokkurntíma hefur skilað nokkrum árangri. Það væri einfaldlega fáránlegt að mótæla einhverju í góðu samstarfi við fyrirtækin og stofnanirnar sem verið er að mótmæla og eftir forskrift frá þeim. Mótmælendur fyrir austan hafa ekki beitt nokkurn mann ofbeldi. Þeir eru hinsvegar, af mjög einbeittum brotavilja að leggja sig fram um að valda náttúruspillandi skítafyrirtækjum eins miklum skaða og mögulegt er. Verst hvað hið mesta mögulega er sorglega lítið.