Hvísl

Gréstu í brjósti þér góði
er gafstu mér kost á
ást þinni umbúðalaust
af órofa trausti?
Leistu mig langsvelta þjást
og listina bresta?
Sástu hve návist þín nísti?
Naustu þess? Fraustu?

Víst er ég valdi þig fyrst
það veistu minn besti.
Haltu mér, leystu minn losta
og ljóstu með þjósti.
Kreistu að kverkum mér fast
og kysstu og þrýstu.
Veist að í hljóði ég verst
ef varirnar bærast.