Míns eigins 2012

Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.

Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn  vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa

Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Kaktusinn á marengstertunni

Maður nokkur hafði á orði á snjáldrinu í morgun að bloggið mitt (pistillinn.is) væri eins og blóm í eyðimörkinni. Það þótti öðrum manni full væmin líking og sagði að það væri frekar eins og kaktusinn á marengstertunni. Ég er reyndar hrikalega væmin, dreg mörkin við fjólubláa glimmerengla, en verð að játa að ég hef töluverða samkennd með kaktusum á marengstertum. Auk þess þarf svona risastórt marengstertusamfélag kaktus til mótvægis við sykurfrauðið og rjómann. Því miður er ég samt óttalegt kaktuskríli eins og þetta á myndinni, lokað inni í lyklakippu. Halda áfram að lesa

Facebook getur EKKI selt eða gefið myndirnar þínar

  • Myndin er stolin
  • Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum ámorgun. Andlitið á þér verður ekki notað í auglýsingu fyrir bandarískt símafyrirtæki án samráðs við þig og facebook mun ekki selja einhverjum myndirnar af krökkunum þínum, sem mun svo selja þær áfram til einhvers sem selur þær barnaklámhring. Halda áfram að lesa

Er facebook að gera okkur sjálfhverfari?

Þegar afi var að alast upp var bóklestur unglinga eitt stærsta samfélagsmeinið. Ungdómurinn nennti ekki lengur að vinna, heldur lá yfir bókum og ekki blessuðu guðsorðinu neiónei, heldur allskyns siðspillandi ævintýrum og annarri þvælu. Einn og einn las jú líka einhver fræði svona meðfram bullinu en bókvitið varð ekki í askana látið og menn óttuðust að unga kynslóðin yxi úr grasi dyggðum sneydd og full af ranghugmyndum. Halda áfram að lesa