Einhverjum gæti dottið í hug að þetta sé einn af þessum gaurum sem sér um að halda björgunarsveitunum í þjálfun og rjúpnastofninum í lágmarki. Ekki alveg. Þetta er gaurinn sem sækir týndar rjúpnaskyttur og aðra sem hafa lent í ógöngum uppi á fjöllum. Myndin er tekin á Grænlandi en hann vann þar í mörg ár. Byssan er hluti af staðalbúnaði í þyrlum á Grænlandi en það ku víst ekki vera gott grín að sitja uppi með bilaða þyrlu í þarlendum óbyggðum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Pegasus
Bjartur inn við beinið
Sýndi ég þér grimmd?
Sjálfsagt gerði ég það. Eins og þú veist hefur allt merkingu. Allt. Líka nöfnin okkar, ekki síst þau sem við veljum sjálf. Nöfnin sem hliðarsjálfin okkar velja sér sjálf, þau hafa merkingu. Halda áfram að lesa
Og það var allt út af einni jurt…
Pysjan og Pegasus sitja í hrókasamræðum við borðstofuborðið þegar hann birtist eftir mjög langan tíma, Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni. Ég kyssi hann á vangann og hann svarar kveðjunni en ekki af neinum innileika. Halda áfram að lesa
Lúxuskrísa
Af og til lendi ég í ægilegri krísu yfir tenglastefnunni minni.
Tenglar á persónulegri vefsíðu geta nefnilega þjónað margvíslegum tilgangi. Þeir geta sagt eitthvað um eiganda síðunnar. T.d. hverja maður þekkir, hvað vekur áhuga manns og hverskonar vefbækur höfða til manns. Halda áfram að lesa
Fullkomnun
Sumir eru voða viðkvæmir fyrir því að maður notið orðið fullkomið. Halda því fram að fullkomnun sé ekki til. Það er nú meiri dellan. Fyrst orðið er til í málinu sé ég enga ástæðu til að nota það ekki. Fullkomið er einfaldlega það sem fer fram úr björtustu væntingum.
Fram úr væntingum
Bara ekkert vesen
Mig hefur alltaf langaði í draumamann. Karlmann sem mætir öllum mínum þörfum. Þörfinni fyrir nánd, ástúð, snertingu, athygli, viðurkenningu, skilning, virðingu, hreinskilni, tillitssemi, öryggi, húmor. Halda áfram að lesa