Trukkur

Mig svimar af offylli. Það er nú aldeilis gott á mig.

Við Miriam erum báðar grasekkjur en héldum upp á konudaginn með morgunverði á Gráa kettinum. Ég át HEILAN trukk. Ég meina upp til agna. Þetta er náttúrulega rugl. Ætti ekki að vera hægt. Nú þarf ég heldur ekki að borða aftur fyrr en um páska. Mér leið undursamlega í svona 40 mínútur á eftir en nú er ég á niðurtúr.

Ég er svo heppin að hafa óvenju sterkan maga. Mér hefur ekki orðið illt af ofáti síðan ég var átta ára og finnst með ólíkindum að nokkur geti lagt á sig að borða sér til magapínu en það kemur fyrir, kannski tvisvar á ári að ég fæ sykurskjálfta. Ég hef ekki látið neinn hvítan sykur ofan í mig í morgun og ég skelf ekki en ég er döpur án nokkurrar ástæðu og svo syfjuð að ég þori ekki að setjast undir stýri. Varla hafa kartöflurnar farið svona með mig svo þetta hlýtur að vera beikonsjokk.

Miriam finnst íslenski veturinn æðislegur. Mig langar til græna Englands þar sem páskaliljur vaxa villtar í febrúar.

 

Hvörf

Keli og Lindita áttu 15 ára brúðkaupsafmæli í gær. Það er hellingur. Mér finnst það nánast flippuð hugmynd að Hulda Elíra hafi náð 12 ára aldri án þess að ganga í gegnum skilnað. Ég þekki bara svo fá slík dæmi um börn minnar kynslóðar. Halda áfram að lesa

Mér er svo illt í pólitíkinni

Ég er BÚIN að greiða þessi fáránlegu stimpilgjöld fjórum sinnum. Samt mun ég þurfa að greiða þau einu sinni enn ef mér dettur í hug að skipta um íbúð (ekki svo að skilja að það standi til.) Ég er búin að fá nóg af svokölluðu lýðræði. Það gengur ekki upp. Menntað einveldi ekki heldur. Getum við ekki fengið einhvern fávita sem einvald og sleppt öllum ráðgjöfum? Það er allavega leið sem er ekki orðin gatslitin ennþá.

Samkvæmisleikir

Rikki tók áskoruninni um að opna eldspýtnasokkinn, taka upp eldspýtu og kveikja á henni, slökkva á henni aftur og setja eldsýpuna ofan í stokkinn, án þess að nota vinstri höndina. Hann hélt eldspýtnastokknum milli tannanna og glotti. Halda áfram að lesa

Vogarafl

Eva: Heldurðu að ég sé að stefna sjálfstæði mínu í hættu með því að þiggja svona marga greiða af honum?
Birta: Já.
Eva: Æ greyið mitt þegiðu. Mér finnst sultugott að þurfa ekki að redda öllu ein.
Birta: Þú spurðir.
Eva: Segðu þá það sem ég vil heyra. Halda áfram að lesa

Í alvöru

Ljúflingur.

Svo langt síðan ég hef séð þig. Engu líkara en að það hafi verið í einhverri annarri sögu. Mig ætti að langa að snerta þig, tala við þig, hlæja með þér en nú stöndum við hér og höfum ekkert meira að segja. Allavega ekki ég. Halda áfram að lesa