Í síðustu viku sátum við nokkrar vinkonur saman að áti, þegar ein lýsti því yfir að eftir reynslu sína af þeim lúðalökum sem væru í boði á öldurhúsum borgarinnar, þætti sér alveg koma til greina að kaupa þjónustu vændismanns. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: … og ég sé það fyrst á rykinu
Ergo sum
-Ætli þetta sé ekki einskonar tilvistarkreppa. Ég þurfti bara að gá hvort ég væri til í alvöru eða hvort ég er bara skáldskapur, sagði ég og sleikti rjómann af brúninni á kakóbollanum. Halda áfram að lesa
Að gefnu tilefni
Þótt ég hafi tekið vefbókina úr birtingu merkir það ekki að það hafi orðið andlát í fjölskyldunni, ég sé rambandi á barmi sjálfsmorðs, gjaldþrots, giftingar eða taugaáfalls, hafi orðið fyrir ólýsanlegu áfalli eða að eitthvað annað sé „að“ hjá mér.
Það er ekkert meira að mér en venjulega og satt að segja á ég að baki furðulegri uppátæki en þau að hvíla mig á fremur ómerkilegri dægradvöl.
Komið til skila
Jæja Mogginn er búinn að leiðrétta mestu rangfærslurnar.
Ég varð frekar fúl þegar þeir sögðu frá þessu nánast eins og Haukur væri bara ranglandi um Palesínu á eigin vegum að snapa fæting en get kannski frekar lítið sagt þar sem ég neitaði að gefa upplýsingar (enda var ég búin að lofa Hauki að gera það ekki nema fá leyfi hjá honum fyrst.) Þetta er þá allavega komið á hreint og Haukur er kátur. Ekkert á heimleið held ég þótt flestum í fjölskyldunni hefði þótt best ef hann yrði bara rekinn úr þessu hræðilega landi.
Hauks útgáfa
Haukur er búinn að hafa samband og gaf mér leyfi til að birta eftirfarandi frásögn: Halda áfram að lesa
Íslendingur í haldi í Hebron
Loksins
Kæra dagbók
Hring eftir hring eftir hring fór stokkurinn.
Og nú hef ég ekki meira að segja.