Mikið er það nú heppilegt að skólanum skuli bráðum fara að ljúka. Ég hef að vísu komist drjúgan spöl á tímamögnunargaldrinum en það mun óneitanlega létta af mér fargi þegar Lærlingurinn tekur við fullu starfi og kannski rúmlega það.
Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: … og ég sé það fyrst á rykinu
Nett pirrandi
Mér finnst með ólíkindum að það skuli ekki vera hægt að treysta á milli 10 og 20 hræðum fyrir lykilorði á lokaða vefsíðu. Ég hefði haldið að það væri í verkahring eiganda síðunnar að ákveða hvenær er tímabært að opna hana en það eru víst ekki allir sammála mér um það.
Sveitt daður
Finn snertingu við öxlina. Sveitta öxl. Bregður eilítið og slít heyrnartólin úr eyrunum en hann er þegar búinn að vekja athygli mína á lausri skóreim með bendingu. Stoppa færibandið, muldra þakkir og reima skóinn. Halda áfram að lesa
Í það heilaga
Systir mín Loftkastalinn er að fara að gifta sig í sumar. Nú hafa þau Eiki búið saman í 10-11 ár og eiga saman tvo stráka, fyrir utan hin þrjú börnin sem hann hefur gengið í föðurstað. Þau telja víst að nú sé komin nóg reynsla á sambandið til að stíga það örlagaþrungna skref að fá prest til að innsigla samninginn. Gott hjá þeim. Alltaf eitthvað rómantískt við brúðkaup. Skilst mér. Halda áfram að lesa
Víííí!
Ég er hætt að finna til depurðar eftir æfingar en er á góðri leið með að verða flatbrjósta. Það er mun skárra en að fá hjartaáfall af hreyfingarleysi en ekki nein óskastaða samt. Skilst að sé ekkert einfalt trix til að grenna lærin án þess að brjóstin hverfi. Lykillinn að fullkomnu útliti er ekki hreyfing, heldur lýtalækningar.
Halda áfram að lesa
Skyr
Hvaðan kemur sú hugmynd að skyr sé eina próteinuppsprettan sem líkamsræktarfólki stendur til boða? Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti skyri, mér finnst það alveg ágætt, með sykri og rjóma að sjálfsögðu. Ég er bara svo hissa á þessari áherslu á einmitt skyr. Hvernig er það í öðrum löndum, þar sem skyr er ekki til? Setja útlenskir endorfínfíklar tófú eða fisk saman við ávaxtamaukið? Eða eru allir bara pervisnir í útlöndum?
Ástandið
Fór í ástandsskoðun í morgun.
Átti allt eins von á því að mér yrði húrrað heim með sjúkrabíl og skýrslu upp á „nánast engin lífsmörk, mælt með byrjendaæfingum á borð við að klappa saman lófunum, hætta á hjartaáfalli við meiri áreynslu en sem því nemur.“ Halda áfram að lesa