Ég var að átta mig á því að ég á ekki nema einn ungling lengur. Byltingin verður víst að teljast fullorðinn og mun halda út í víða veröld til að leita sér frægðar og frama þann 10. janúar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Óbærilegur léttleiki
Í upphafi var orðið
og orðið var Gvuð.
Og Gvuð var gjörsamlega að kafna úr stjórnsemi og frekju og setti þessvegna reglur um allan andskotann. Sumar reglurnar skrifaði hann á leirtöflur en þetta var fyrir tíma lyklaborðsins og hann varð fljótt svo þreyttur á að krafsa í leirinn að hann ákvað bara að hafa flestar reglurnar óskráðar. Halda áfram að lesa
Góður
-Ég er svo góður við þig Eva, sagði hann upp úr þurru.
Hann útskýrði það ekki nánar og þótt það hljómaði eins og fullyrðing en ekki eins og hann væri að leita svars, hlaut hann að vera að fiska eftir viðbrögðum. Fólk segir ekkert án tilefnis, aldrei. Halda áfram að lesa
Rótin
Vinur minn Mammón er tíður gestur í Nornabúðinni þessa dagana. Návist hans gleður mig svo ákaflega að ég finn ekki einusinni hjá mér sérstaka hvöt til að hafa vit fyrir verslunaróðum viðskiptavinum. Ég hef iðulega klúðrað góðri sölu með því að benda viðkomandi á að val hans/hennar sé ekki sérlega skynsamlegt en jólunarröskun landans og hagsmunir mínir fara saman og hagsmunir eru sterkari en siðgæði, lets feis itt.
Og þannig verður kapítalisti til.
Sértæk menningarröskun
Ég ætlaði að bjóða Sveitamanninum mínum á tónleika í gær. Ólafur Kjartan var að syngja í Salnum og ég átti von á að hann yrði spenntur. Í fyrra fórum við á tónleika einu sinni til tvisvar í mánuði og hann naut þess greinilega mjög mikið en við höfum ekkert farið í vetur. Halda áfram að lesa
Inn fyrir skelina
Maðurinn sem er með sprungu í skelinni kom í morgunkaffi.
-Má ég kalla þig pabba? sagði Andlit byltingarinnar þegar hann kom fram á nærbuxunum og slengdi hrömmunum utan um hann. Það er von. Við höfum reyndar ekki einu sinni prófað að kyssast en strákarnir eru ekkert vanir því að ég kynni þá fyrir þeim sem ég er skotin í fyrr en korter í sambúð. Halda áfram að lesa
Jólaklám
Mér finnst alveg fínt að hafa jól, sérstaklega ef maður fær jólafrí. Það er jólaklámið sem ég þoli ekki. Endalaus geðbólga í tvo mánuði yfir hlutum sem skipta ekki máli. Ég er ekkert farin að jóla ennþá en ég ætla að jóla smávegis í næstu viku. Ef ég verð í stuði til þess. Að elska jólin er nefnilega ekki það sama og að runka sér í hel yfir þeim. Halda áfram að lesa