Bráðum fer ég í þriggja daga sumarfrí við aðra norn.
Ómægod hvað ég hlakka til.
Langt síðan heilinn í mér hefur komist í sólbað.
Greinasafn fyrir merki: Óbærilegur léttleiki
Kikkið
Mér finnst gaman að vera flink í einhverju. Mér finnst gaman að líta vel út. Mér finnst gaman þegar fólk heldur að ég sé klár,
En ekkert af þessu gefur mér sama egóbústið og það að eiga eignir umfram skuldir.
Og það gerir mig að kapítalista þótt mig langi ekki sérstaklega til að horfast í augu við það.
Að búa við persónunjósnir
Það er langt síðan ég fékk staðfestingu á því að sími Byltingarinnar var hleraður. Hélt fyrst að þetta væri paranoja í honum en ég á vini á réttum stöðum og þetta ku víst vera tilfellið. Eða var það allavega um hríð. Hann ræðir ekkert sem máli skiptir í þann síma svo það er eins líklegt að menn telji tíma og fé lögreglunnar illa til þess varið að komast að raun um hvort þessi ógnvaldur þjóðarinnar ætli að hitta afa og ömmu eða kaupa skólabækur eftir hádegið. Halda áfram að lesa
Vondar hugmyndir
Þegar fólk spyr „hvernig datt þér þetta í hug?“ í aðdáunartón, verður manni fátt um svör. Góðar hugmyndir standa nefnilega oftast í rökréttu samhengi við það sem á undan er gengið. Oft gæti það ært óstöðugan að brjóta allar forsendur til mergjar og það er sjálfu sér ekkert dularfullt við góðar hugmyndir. Halda áfram að lesa