Ég fór út til að grafa holu og áttaði mig þá á því að ég þyrfti að grafa fleira en hræið af kettinum. T.d. áform sem kosta mig meira strit en ánægju. Þegar allt kemur til alls var tilgangurinn sá að gera ekkert sem ég vildi ekki og allt sem ég vildi og undanfarna mánuði hefur það klikkað oftar en ég er sátt við. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Óbærilegur léttleiki
Siðfræði dagsins
-HANN er þó allavega sjarmerandi.
-Já. Ég get ekki neitað því.
-Heldurðu að þú eigir einhverntíma eftir að sofa hjá honum?
Ég setti í freðýsugírinn. Halda áfram að lesa
Af hverju skeit hann í bælið sitt?
-Það sem angrar mig mest er að skilja ekki hvað gerðist. Hvað er fólk að hugsa þegar það gerir einmitt það sem það veit að maður þolir ekki, án þess að maður hafi neitt til saka unnið og án þess að hafa af því nokkurn ávinning? Það er ekkert réttlátt, rökrétt eða skiljanlegt við þetta dæmi, sagði ég, sem alltaf hef talið skilning forsendu þess að jarða málið, a.m.k. þegar engin iðrun er í sjónmáli.
-Ég veit það, sagði bróðir minn Mafían sem sjálfur á það til að fremja hvílíkar rökleysur að maður stendur bara agndofa og hristir hausinn. Ég sperrti eyrun. Kannski var bróðir minn að færa mér þennan eina lykil sem ég á eftir að mastera til að geta talist beinlínis kaldrifjuð.
-Sannleikurinn er sá að maður er ekki að hugsa neitt, sagði hann. Maður er búinn að koma sér í aðstæður sem eru ekki fullkomnar, ekki það sem maður vildi helst í augnablikinu. Maður hugsar ekki ár fram í tímann, ekki viku, stundum ekki einu sinni klukkutíma fram í tímann. Maður er ekki að hugsa um rétt eða tilfinningar annarra, langtímaafleiðingar fyrir sjálfan sig, hvað annað fólk mun segja um mann eða hvað verður um ruslið sem maður skilur eftir. Maður bregst bara við af einhverkonar örvæntingu. Bara eins og hamstur sem étur afkvæmi sín eða köttur sem tekur upp á því að skíta í bælið sitt. Það er það sem gerist þegar fólk flytur úr leiguíbúð án þess að segja leigunni upp og þrífur ekki einu sinni eftir sig, þegar fólk hættir bara að mæta í vinnunna, þegar fólk hættir að opna póstinn sinn, slítur samböndum upp úr þurru, lýgur að ástvinum sínum, vanrækir börnin sín, eyðir mánaðarlaunum í kókaín eða ríður 14 ára krakka. Það er engin pæling á bak við það elskan, bara dýrsleg viðbrögð og þú færð aldrei betri skýringu en það.</em
-Þú ert nú bara að lýsa alkóhólista, sagði ég.
-Skiptir ekki máli hvað þú kallar það. Sumir venjast því bara að fara alltaf erfiðustu leiðina og þeir fara ekkert í manngreinarálit, ekki frekar en sýklar og vírusar. Það skiptir engu máli hvort þú átt það skilið eða ekki.
-Og hvernig í fjandanum er hægt að verjast fólki sem hegðar sér eins og vírusar?
-Þú getur t.d. reist þér kofa efst í Himalajafjöllum og einangrað þig algerlega frá umheiminum.
Kannski það já, kannski það.
Eða þá að horfast í augu við að maðurinn er dýr.
Og losa sig við kattarófétið um leið og það tekur upp á því að skíta innan dyra.
„All of this and some of that´s the only way to skin a cat“
Í dag er síðasti dagur tunglmánaðar. Í kvöld ætla ég að grafa holu.
Sprungið
Eitt vont gerir margt gott.
Margt vont ætti þá að gera eitt frábært.
Húsnæðið er sprungið. Það er vont mál sem kemur til af góðu. Þótt þrengslin séu til vandræða hefur það stóra kosti að fá stóra hópa. Það er miklu hagkvæmara fyrir mig en að vera bundinn yfir 6 eða 7 hræðum öll kvöld vikunnar. Reyndar er skemmtilegra að fá litla hópa en þar sem Bragi er hlaupin í mig reikna ég hvort sem er með að skemmta mér betur með honum en í vinnunni á næstunni. Halda áfram að lesa
Maður fær ekki allt
Þekking á tæknilegum atriðum hjálpar vissulega. Æfing, -nauðsynleg.
Þegar upp er staðið er þetta samt líka spurning um þessi 3% sem kallast hæfileikar. Ég fæ dálítinn kjánahroll þegar snillingur á sínu sviði, opinberar fullkomið getuleysi sitt á einhverju öðru, sama hvort það er í ædólinu eða á öðrum vettvangi. Maður hefur einhvernveginn meiri væntingar til afburðafólks.
Kannski eru allir blindir á sjálfa sig. Kannski er best að vera ekki framúrskarandi í neinu.
Drjúg eru morgunverkin
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur, segir Stefán og má það til sanns vegar færa.
Það sama á við um microcosmos tölvunnar. Ég var að flytja skjöl í nýjar möppur og komst þá að raun um að ég á 6 galdra sem ég var búin að gleyma og hafa aldrei farið út af heimilinu. Aukinheldur hálfunna ljóðabók sem var mér svo rækilega gleymd að ég hélt andartak að hún væri eftir einhvern annan. Ánægjulegur fundur. Ég hef verið steingeld allt of lengi en nú er kominn útgangspunktur.
Eitt vont gerir margt gott. Það er lögmál sem ég plantaði fyrir löngu og er stöðugt að sanna sig.
Stæði
Fyrir tveimur vikum sendi ég sviðsstjóra skipulagssviðs Reykjavíkurborgar eintak af bílastæðagaldrinum.
Nú er hægt að leggja við Vesturgötuna og ég hef ekki orðið þess vör að bílastæðaverðirnir skipti sér af því.
Ekki fannst mér vanta fleiri einstefnugötur í miðbæinn en bílastæðahallærið angraði mig þó töluvert meira.