Kikkið

Mér finnst gaman að vera flink í einhverju. Mér finnst gaman að líta vel út. Mér finnst gaman þegar fólk heldur að ég sé klár,

En ekkert af þessu gefur mér sama egóbústið og það að eiga eignir umfram skuldir.
Og það gerir mig að kapítalista þótt mig langi ekki sérstaklega til að horfast í augu við það.

Að búa við persónunjósnir

Það er langt síðan ég fékk staðfestingu á því að sími Byltingarinnar var hleraður. Hélt fyrst að þetta væri paranoja í honum en ég á vini á réttum stöðum og þetta ku víst vera tilfellið. Eða var það allavega um hríð. Hann ræðir ekkert sem máli skiptir í þann síma svo það er eins líklegt að menn telji tíma og fé lögreglunnar illa til þess varið að komast að raun um hvort þessi ógnvaldur þjóðarinnar ætli að hitta afa og ömmu eða kaupa skólabækur eftir hádegið. Halda áfram að lesa

Vondar hugmyndir

Þegar fólk spyr „hvernig datt þér þetta í hug?“ í aðdáunartón, verður manni fátt um svör. Góðar hugmyndir standa nefnilega oftast í rökréttu samhengi við það sem á undan er gengið. Oft gæti það ært óstöðugan að brjóta allar forsendur til mergjar og það er sjálfu sér ekkert dularfullt við góðar hugmyndir. Halda áfram að lesa

Fólk er fífl

Í gær fór ég til Tanngarðs. Þurfti að bíða og fletti kjeeellingablaði á meðan. Rakst á grein þar sem því er haldið fram að ekkert sé athugavert við það þótt fólk gefi sig á vald kynferðislegum fantasíum um aðra en maka sína. Þetta sé „saklaust“, jafnvel hollt fyrir sambandið, enda standi ekki til að láta draumana rætast.

Mikið leiðist mér svona hræsni og sjálfsblekking. Ætli greinarhöfundur myndi ráðleggja barnaperrum að „leyfa sér að dreyma“ af því að það sé allt annað en að framkvæma? Nei ætli það. Hugsun er auðvitað ekki það sama og gjörð en hugsun er til alls fyrst.

Þetta er ósköp einfalt. Þegar maður veltir sér upp úr tilteknum hugsunum aukast líkurnar á því að maður taki næsta skref. Það skiptir engu hvort það er draumur um að fara í sumarfrí, gerast verðbréfasali eða stunda kynlíf, endurtekin hugsun breytir viðhorfum manns. Annað hvort álítur maður framhjáhald ásættanlegt eða þá að maður forðast bæði aðstæður og hugrenningar sem hvetja til þess. Þ.e.a.s. ef maður hefur döngun í sér til að horfast í augu við veruleikann.

Ástarbréf

Elskan. Það krefst meira hugrekkis að halda vöku sinni meðan aðrir í höllinni sofa en að stinga sig á snældu þegar einhver heimtar það.

Ég veit hvað brennur mest á þér í augnablikinu og satt að segja hef ég dálítið gaman af að pína þig með því að vekja spurningar en svara þeim ekki. Eins og ég sagði mun ég segja þér satt ef þú spyrð. Ég hef ekkert að vinna en heldur engu að tapa því þeir sem skipta mig máli munu ekki kippa sér upp við svarið og þeir sem kippa sér upp við það skipta mig ekki máli. Halda áfram að lesa

Guði sé lof að ég er trúleysingi

-Jæja, það er nú gott að þú ert búin að fyrirgefa, sagði hún og ef ég væri ekki meðvituð um almenna tilhneigingu múgans til að klæmast á orðinu fyrirgefning, hefði ég snappað.

Það hefur EKKERT, nákvæmlega ekkert með fyrirgefningu að gera, þótt maður taki þá heilbrigðu afstöðu að láta tiltekið mál ekki angra sig.

Heilbrigð mannvera lifir ekki í fortíðinni og kvíðir ekki framtíðinni. Halda áfram að lesa