Sit á kaffihúsi, vopnuð lappanum, sunnudagskrossgátunni og þröngum bol.
Þarf að vinna í dag og býst ekki við að það yrði vel séð að ég tæki borvélina og lóðboltann með á kaffihús en hér er svosem ekki feitan gölt að flá hvort sem er. Einn sem virðist geðþekkur og lítur út fyrir að vera hér af sömu ástæðu og ég (vanta félagsskap við hæfi) en hinsvegar ekki í sama tilgangi. Ég er hér til að verða mér úti um maka en hann er sennilega í ástarsorg ef marka má fas og svipbrigði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Nornabúðin
Sáluklúbbur?
Eva (tilkynnir): Ég verð lítið heima á næstunni. Ég ætla að finna mér mann og geri ráð fyrir að fari töluverð vinna í það.
Sonur minn Byltingin: Jess! Má ég kalla hann pabba? Halda áfram að lesa
Frávik
Eva: Ég elska þig eins og Alan Shore elskar Denny Crane.
Ljúflingur: Á sama hátt eða jafn mikið?
Eva: Hvorttveggja.
Ljúflingur: Þú heldur í alvöru að lífið sé sápuópera er það ekki?
Eva: Það er það. Þótt þú sért ekkert líkur Denny Crane. Og ekki ég Alan Shore þótt ég sé háð þér.
Ljúflingur: Ég elska þig eins og nörd elskar frávik.
Eva: Þú heldur í alvöru að undantekningar sanni reglur er það ekki?
Ljúflingur: Nei. Ég held að meiri sannleikur felist í frávikinu en fjöldanum.
Eva: Þessi undarlega ást okkar er frávik. Eða allavega samband okkar.
Ljúflingur: Ég held að ást sé yfirhöfuð frávik.
Að þekkja týpurnar
Það er alls ekki auðvelt að sjá í hendi sér hvort sá/sú sem þú ert að reyna að mynda tengsl við er hamingjuþjófur. Það hjálpar þó til að hafa eftirfarandi atriði í huga:
-Taktu ekkert mark á því sem fólk segir. Skoðaðu frekar það sem það gerir. Halda áfram að lesa
Að gerilsneyða félagslíf sitt
Hvernig greinir maður á milli þeirra sem gera líf manns erfiðara og hinna, spyr lesandinn.
Sko.
-Fortíðin er besta spákonan. Sá sem hefur einu sinni farið illa með þig MUN gera það aftur. Ekki brenna þig á sama grautnum tvisvar. Halda áfram að lesa
Nánd
Grasagarðurinn mannlaus, fyrir utan okkur tvö.
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni snarstansar og slítur höndina upp úr vasanum.
-Fyrirgefðu hvað ég er sljór, segir hann, og tekur í höndina á mér .
-Sljór? hvái ég.
-Þú sýndir mér lófann. Tvisvar. Og ég skildi ekki hvað þú varst að biðja um.
-Sýndi ég þér lófann? Það hefur ekki verið meðvitað, segi ég.
–Gott að vita að þú gerir stundum eitthvað ómeðvitað eins og annað fólk, segir hann og leiðir mig áfram í gegnum garðinn.
Þá verður líf þitt lágfreyðandi
Ég hef svo mikla reynslu af því að hjálpa sjálfri mér að ég gæti skrifað heilt bókasafn af sjálfshjálparbókum.
Ég reikna samt ekki með að gera það.
Í raun þarf maður ekki að kunna nema eina grundvallarreglu til að komast út úr hringiðu dramsýkinnar og verða þeirrar gæfu aðnjótandi að geta horft á sápuóperu tilverunnar utan frá í stað þess að hrærast í henni þáttaröð eftir þáttaröð.
Reglan er þessi:
Veröldin er full af dásamlegu fólki sem vill þér vel. Þú þarft ekki að umgangast þessa örfáu sem gera líf þitt erfiðara.