Af afrekum UTL

Endilega lesið þetta

Og þetta er því miður ekkert einstakt dæmi um skítlega framkomu við hælisleitendur. Mouhamed Lo hefur verið í felum í meira en 5 mánuði. Sú ákvörðun að nýta Dyflinnarreglugerðina til að vísa honum frá var kærð en frestun réttaráhrifa var hafnað. Þetta velkist svo hjá útlendingastofnun mánuðum saman og á meðan er maðurinn í rauninni í stofufangelsi. Innanríkisráðherra svarar einfaldlega ekki tölvupósti og þegar ég reyndi að fá annan lögfræðing í málið var honum bara sagt að þrátt fyrir umboð gæti hann ekki fengið afrit af gögnum þar sem þegar væri búið að skila inn kæru. Hér er hægt að sjá hluta af sögu hans og meira verður birt á næstunni.

Saga strokuþræls – 8. hluti

 Í athugun …
Hæfileg refsing fyrir að neyðast til að framvísa fölsuðum skilríkjum, er að mati yfirvaldsins  30 daga fangelsi, óskilorðsbundið. Að villa á sér heimildir í því skyni að forða sér frá pyntingum og jafnvel aftöku án undangenginna réttarhalda er þannig talinn sambærilegur glæpur við líkamsárás á sofandi mann. Margir flóttamenn sem fá þennan dóm sitja þó aðeins helminginn af sér og það á við um Mouhamed. Eftir 15 daga refsivist var honum komið fyrir á Fit, flóttamannahælinu á Suðurnesjum og boðin aðstoð til að sækja um hæli. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 7. hluti

Til Íslands
Hann fór að ráðum félaga sinna. Kærði úrskurðinn en beið ekki eftir niðurstöðu. Afhenti manni sem heimsótti flóttamannabúðirnar alla peningana sína og fékk í staðinn falsað vegabréf og flugmiða til Kanada. Honum var sagt að hann myndi millilenda á Íslandi en það væri ekkert mál því þar væri ekkert vegabréfaeftirlit. Halda áfram að lesa

Flóttinn

Hátt hlutfall svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 6. hluti

Að skrifa nafnið sitt
Löggan rétti honum blað og túlkurinn sagði að hann ætti að skrifa nafnið sitt á það. Hann sagði honum að í skjalinu væri rakið það sem hann hefði sagt lögreglunni af högum sínum. Mouhamed skildi ekki það sem stóð á blaðinu en hann kunni að skrifa nafnið sitt og fannst sjálfsagt að gera það fyrst hann var beðinn um það enda hafði hann enga hugmynd um merkingu þess að undirrita skjal sem lögreglan réttir manni. Þeim fannst undirskriftin víst ekki nógu góð. Hann fékk annað blað og löggan teiknaði einhver tákn á miða og sagði honum að setja þau á blaðið í staðinn fyrir nafnið sitt. Hann spurði hvort þeir væru að gefa honum nýtt nafn en túlkurinn útskýrði fyrir honum að svona væri nafnið hans ritað með latnesku letri. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 5. hluti

Mouhamed frjáls
Valencia var yfirþyrmandi. Hann hafði sjaldan komið í þéttbýli, aldrei til Nouakchott  og þótt Nouadhibou sé næststærsta borg Máritaníu var munurinn á henni og Valencia svo sláandi að hann óttaðist í fyrstu að hann myndi aldrei komast af í vestrænu samfélagi. Allt var nýtt. Bókstaflega allt. Svo óraunverulegt að fyrstu dagana hélt hann að sig hlyti að vera að dreyma, segir hann. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls 4. hluti

Flóttinn
Meirihluti svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa