Saga strokuþræls 2. hluti

Menntun Mouhameds
Þrælar fá enga frídaga og þar sem endalausar kröfur eru gerðar til þeirra, þurfa allir að leggja sig fram. Börn fá því afskaplega lítinn tíma til leikja. Leikir felast helst í því að elta smádýr, syngja kvæði og segja sögur. Í samfélagi Mouhameds nýttust kvöldin ekki til félagslífs af neinu tagi því oftar en ekki var fólkið útkeyrt af þreytu og hafði ekki orku til annars en að nærast áður en það gekk til náða. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 1. hluti

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa