Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ganga í heimavistarskóla sem unglingur. Ég var afskaplega verndaður krakki alin upp í litlu þorpi og það var mikil upplifun fyrir mig að koma inn í svona unglingasamfélag. Ég skrifaði dagbók á þessum árum og fór með hana og það sem í henni stóð eins og mannsmorð. Ég hef lagað mestu málfarsambögurnar í þessari dagbók, breytt nöfnum og á stöku stað hnikað til atburðum til þess að gera samhengið skiljanlegra. Halda áfram að lesa