Dagbók frá 7. bekk 1

Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ganga í heimavistarskóla sem unglingur. Ég var afskaplega verndaður krakki alin upp í litlu þorpi og það var mikil upplifun fyrir mig að koma inn í svona unglingasamfélag. Ég skrifaði dagbók á þessum árum og fór með hana og það sem í henni stóð eins og mannsmorð. Ég hef lagað mestu málfarsambögurnar í þessari dagbók, breytt nöfnum og á stöku stað hnikað til atburðum til þess að gera samhengið skiljanlegra. 

Ég er byrjuð í skólanum. Lenti á herbergi með Rósu og Freyju. Ég var dálítið spæld út í Sillu fyrir að vera með Siggu á herbergi en ekki mér en það er ekkert við því að gera. Ég hélt að engin myndi vilja vera með mér á herbergi og að ég myndi lenda með einu stelpunni sem enginn annar vildi vera með heldur svo ég varð fegin þegar Rósa kom og sagði að ég gæti verið með þeim. Rósa er alveg skemmtileg þegar hún getur talað um eitthvað annað en brjóstin á mér og Freyja er fín. Mér finnst svolítið leiðinlegt að við úr þorpinu séum á nýju vistinni en hinir í bekknum á gömlu því krakkarnir í mínum bekk eru miklu skemmtilegri en í 8. bekk og þau í 9. eru næstum fullorðin og ferlega montin.g finnst varirnar vera mjög þykkar.