Í gær svaraði ég Lindubloggi um hina brýnu þörf á kynfræðslu í foreldrahúsum, við litlar vinsældir. Stend þó á því fastar en fótunum að endalaust blaður um kynferðismál sé unglingnum í skársta falli gangslaust og oftar en ekki dulbúin tilraun foreldra og samfélags til að ráðskast með einkalíf unga fólksins.
Greinasafn fyrir merki: menntun
Kennum börnum að nota tarotspil
Uppeldishlutverk grunnskólans verður æ mikilvægara og sífellt fleiri námsgreinar eru teknar upp. Það hlýtur að teljast undarlegt í meira lagi að enn hefur ekki frést af neinum áformum um að kenna spádómslist tarotpilanna í skólum landins. Halda áfram að lesa
Leyfið börnunum að lifa í lyginni áfram
Þá er nú komið að því að blessaðir unglingarnir okkar ganga formlega í sértrúarsöfnuð sem kallast Þjóðkirkjan. Ekki til að taka virkan þátt í starfi hennar, heldur af því að flestir gera ráð fyrir því. Halda áfram að lesa
Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?
Alla sína skólagöngu vörðu synir mínir tveimur kennslustundum á viku til þess að læra hluti sem þeir hefðu lært hvort sem er. Á þeim tíma velti ég því oft fyrir mér hvort það sé í raun skynsamlegt að kenna heimilisfræði í skólum. Synir mínir kunnu að panta pizzu 10 ára. Ég er hinsvegar ekki viss um að þeir viti ennþá hvað úrvalsvísitala er.