Myndin er eftir Emily Balivet
Á vorgrænum morgni,
gengur léttfættur drengur steinbrúna yfir ána
sem rennur meðfram húsi þínu.
Á höfði hans situr arnarungi. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Á vorgrænum morgni,
gengur léttfættur drengur steinbrúna yfir ána
sem rennur meðfram húsi þínu.
Á höfði hans situr arnarungi. Halda áfram að lesa
Minn er sveinninn svinni
með sléttan maga og þétta
hönd og hvelfdar lendar,
herðar breiðar gerðar.
Mánabirtan brúna
brosir hrein við drósum.
Veit hann vörum heitum,
votum hvar skal beita.
Augna þinna ljóðin lýsa
ljúfu skapi, sterkum vilja,
hreinni sál og heitu hjarta
hæfni til að hlusta og skilja.
Draumlyndi og djúpum ótta,
duldum veruleikaflótta.
Málfræðitími (til drengsins sem fyllir æðar mínar af endorfíni)
Í málsins leik er merking hjartans rist
því málfræðinnar undur aldrei þagna.
Mig þú kyssir, kysstir, hefur kysst
í kennimyndum sagna.
Ef ég þyrði… þótt ég vildi mest…
þótt ég gæti… ef ég bara mætti…
þá voru okkar viðurky/inni best
í viðtengingarhætti.
Kyssir þú hvarmljósum líf mitt og sál
kyndir mér langsofið löngunarbál
að vita í þöginni vaka,
söknuð þinn eftir að sofna mér hjá,
ég sé inn í hug þér er horfi ég á
bráfugl þinn vængjunum blaka.
Lýsa mér blys þinna brúna
er beygurinn dregur
yfir mig svartdrunga sæng
og sviptir mig kröftum.
Fljúga mér söngfuglar hjá
en frjáls er þú heilsar,
leggurðu líknandi hönd
á launhelgi mína.
Gréstu í brjósti þér góði
er gafstu mér kost á
ást þinni umbúðalaust
af órofa trausti?
Leistu mig langsvelta þjást
og listina bresta?
Sástu hve návist þín nísti?
Naustu þess? Fraustu?
Víst er ég valdi þig fyrst
það veistu minn besti.
Haltu mér, leystu minn losta
og ljóstu með þjósti.
Kreistu að kverkum mér fast
og kysstu og þrýstu.
Veist að í hljóði ég verst
ef varirnar bærast.