Blíða

Blíða kom í heimsókn í gær.

Böggmundur, fyrrum ástmögur hennar hefur í frammi líflátshótanir. Er tilbúinn til að þyrma henni að því tilskildu að hún hitti ekki aðra en þá sem hann hefur engar áhyggjur að að reyni við hana (sumsé móður hans og systur), haldi sig heima á síðkvöldum eins og góðri húsmóður sæmi og láti honum eftir eignirnar en taki á sig skuldirnar sjálf án múðurs. Ég held ekki að hann drepi hana en í hennar sporum myndi ég allavega hætta að svara símanum.

Farfuglar koma alltaf aftur

Farfuglinn hringdi í mig í gærkvöld og bauð mér í heimsókn. Honum var dálítið niðrí fyrir en það er þó hvorki fyllirí né kvennafar sem er að plaga hann núna. Eitthvað er að angra hann en hann gerir sér líklega ekki grein fyrir því sjálfur. Sýndi verulega góðan leik í hlutverki manns sem er í þokkalegu jafnvægi og veit nokkurnveginn hvað hann vill. Halda áfram að lesa

Spákonan sem talar tungumál ástarinnar

Ég hef óendanlega gaman af spákonunni. Hún heldur því fram að ég sé svo forpokuð af siðsemi að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér. Ég sagði henni að í einu af mínum fyrri lífum hefði ég verið indiánakonan Ýlandi Dræsa og að köllun mín í þessu lífi væri sú að bæta fyrir frumbyggjahórlífið með guðsótta og góðum siðum. Hún svaraði því með því að „hjúpa mig með rauðu ljósi“ sem á víst að opna einhverjar orkustöðvar og gera mig móttækilega fyrir ást og ástríðum. Halda áfram að lesa