Maðurinn með svörin

Nú hef eg drukkid morgunkaffi hjá manninum á veröndinni þrjá daga í röð. Varla stoppað nema 15 minutur í hvert sinn, enda þarf fólk að fá blaðið sitt svo mér er ekki til seturinnar boðið.  En á þessum stutta tíma hefur honum teksit að leiða mig í allan sannleika um það hver sé tilgangur lífsins og hvernig best sé fyrir mig að hugsa og hegða mér svo ég verði hamingjusöm. Þetta er ákaflega hamingjusamur maður og mjög vitur. Halda áfram að lesa

Betri tíð

Það er engu líkara en að heppnin hafi ákveðið að leggja mig í einelti.

Fyrst lendi ég í vinnu hjá manni sem á einmitt leiguíbúð sem hentar mér, á frábærum stað. Svo fæ ég brilliant hugmynd um það hvernig ég get auglýst bókina mína með lágmarks vinnu, lágmarks kostnaði og án þess að þurfa að leika sölumann. Halda áfram að lesa

Hæ hó jibbýjei

Vörður laganna er loksins búinn að vígja hátíðabúninginn. Hann tók þriðjudaginn í að máta gallann, prófa flautuna og ákveða nákvæma staðsetningu húfunnar með hallamáli og gráðuboga. Generalprufan var í gær en þá æfði hann sig í að marsera yfir eldhússgólfið með húfu, flautu og allt galleríið. Hann er orðinn svo þjálfaður í Gestapósvipnum að ég hugsa að hann vinni keppnina „Bjartasta von sérsveitarinnar“ sem Björn Bjarnason mun auglýsa á næstunni. Halda áfram að lesa

Óvænt heimboð

Maðurinn í Perlunni rekur ferðamannaþjónustufyrirtæki á hjara veraldar. Hann starfar að hluta til á Íslandi en er að fara út í fyrramálið og bauð mér að koma með sér. Mig dauðlangar að þiggja boðið en ég geri ráð fyrir að flestum þætti það galið. Fólki fannst nógu galið af mér að fara með Birni til Spánar í fyrrasumar. Ég þekkti Björn svosem ekki sérlega vel en þó nógu vel til að vera viss um að hann myndi aldrei gera mér neitt og aldrei beita mig þrýstingi til neins sem ég vildi ekki. Þetta er svolítið öðruvísi. Halda áfram að lesa