Eftir vinnu

Þegar ég er að vinna hugsa ég stundum um það hvað þeir sem eru í fríi séu að gera. Og þegar ég fer heim á kvöldin velti ég því fyrir mér hvað þau sem eru að vinna með mér geri þegar þau koma heim. Þar sem flest þeirra fara heim mun seinna en ég sjálf er rökrétt að álykta að þau sparki af sér skónum, hálfdrattist undir sturtuna og þaðan í bælið. En ég sé alltaf fyrir mér að það hljóti að vera allt öðruvísi. Halda áfram að lesa

Vitringurinn

-Eva, heldurðu að geti verið að ég sé vitur? sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endorfíni.
Ég virti hann fyrir mér og mátaði í huganum síðskegg á lukkutröllsandlit hans.
-Ég meina ekki svona gáfaður eða klár. Ég hef náttúrulega aldrei verið góður í stærðfræði eða neitt …
-Ég veit hvað þú átt við, sagði ég og reyndi að sjá fyrir mér telpulegan líkama hans í klæðum Gandálfs. Halda áfram að lesa

Af góðgirni hótelstjórans

Hótelstjórinn er sannkallað góðmenni, ekki síst þegar í hlut eiga einhleypar konur illa haldnar af samræðisfýsn. Undanfarna daga hefur hann lagt sig í líma við að bjarga mér frá eymd minni og einstæðingsskap með því að kynna fyrir mér hverja silkihúfuna á fætur annarri. Í dag bauð hann mér 3 karlmenn og geri Fangóría betur! Halda áfram að lesa

And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Tilboð undirritað

Húsráðandinn minnti á hórumömmu. Hún var með eldrautt hár sem fór enganveginn við hrukkurnar og tók á móti mér vel í glasi og angandi eins og brugghús. Sagði okkur 3x sinnum að hún hefði orðið sextug fyrir skemmstu (ég býst við að það sé þriðji í afmæli hjá henni) og lagði meiri áherslu á að uppfræða okkur um erfðagripi sína og barnabarnafjöld en íbúðina sem hún ætlaði að selja mér. Halda áfram að lesa