Greinasafn fyrir merki: kynjaímyndir
Kjellingar eru konum verstar
Ég vinn á kjellingavinnustað. Við sem vinnum við aðhlynningu erum 12-15 á vakt daglega og á hverjum einasta degi tilkynnir einhver kjellinganna veikindaforföll. Skjólstæðingarnir sem flestir eru á aldrinum 85-95 ára, eru hinsvegar ekkert veikir. Reyndar hefur einn af þessum 26 verið nokkra daga í rúminu síðasta mánuðinn auk þess sem einn beinbotnaði. Halda áfram að lesa
Hversu hátt hlutfall karla?
Þú mátt alveg halda að þú sért eitthvað
Aldrei skrifa neitt um karlmann nema hann sé uppspuni frá rótum. Það kitlar svo í þeim hégómagirndina að fá svoleiðis athygli, sagði vinkona mín og ég hef svosem heyrt þetta áður. Halda áfram að lesa
…og gettu nú, sagði Sfinxin
-Hvernig myndirðu lýsa nútíma Íslendingnum? spurði túristinn, sem hafði hugmyndir sínar um land og þjóð fyrst og fremst úr fornritunum.
Kynin eru ekki eins
Enn er spurt hversvegna leikföng séu markaðssett eftir kyni. Ég hef enga trú á því að ástæðan sé sú að leikfangaframleiðendur vilji hindra konur í því að hasla sér völl í karlastörfum. Ég held að það eina sem leikfangaframleiðendur hafa áhuga á sé að selja sem mest og hver sem ástæðan er þá sækja telpur frekar í brúður og drengir í hasarleikföng. Halda áfram að lesa
Útavðí
Það er sko vegna þess að litlar telpur hafa oftar áhuga á brúðum og litlir drengir á bílum. Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna.
Ég veit ekki hversvegna þetta er svona og þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki reyndar með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.
Karlremba er lúmskt fyrirbæri. Hún kemur ekki endilega fram í fyrirlitningu á konum eða illri framkomu við þær, heldur oftar í því að karlar tala niður til okkar án þess að gera sér grein fyrir því og í fullkomlega góðri trú. Halda áfram að lesa →