Undarlegur dómur

Smugan greinir frá því að í Oslo hafi nauðgunardómur verið mildaður vegna heyrnarleysis nauðgarans.

Það er bara ein lausn á þessu vandamáli, að taka upp alþjóðlegt tákn um að nauðgun sé afþökkuð og tattóvera það á ennið á öllum konum. Auðvitað kæmi til greina að kenna öllum konum að segja nei á táknmáli en þar sem getur verið erfitt um vik að nota táknmál rétt á meðan einhver er að draga mann inn í húsasund, dugar sú aðferð ekki.

Annars vekur þetta líka spurningar um það hvort útlendingar eigi ekki að fá refsiafslátt. Hvað ef nauðgarinn kann ekki orð í Norðurlandamálum eða ensku, er þá nokkuð hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því hvað konan á við þegar hún gargar, lemur frá sér, berst um, grætur, biður, lippast niður eða frýs af skelfingu?

Femínistinn, flóttakonan og strokuþrællinn

Enginn stjórnmálamaður hefur valdið mér öðrum eins vonbrigðum og Ögmundur Jónasson. Ekki heldur aðstoðarráðherrann Halla Gunnarsdóttir. Ég var spurð að því eftir að ég birti síðasta pistil um málefni flóttamanna, hversvegna ég dæmdi Ögmund svo hart fyrir meðferðina á flóttamönnum en ekki Höllu. Ég skil vel að ég hafi fengið þá spurningu því frammistaða Höllu í þessu samhengi er vissulega ömurleg og líklega hafa einhverjir haft væntingar til hennar. Halda áfram að lesa

Hvernig gefur maður samþykki?

orðasúpaOg nú ertu komin upp í rúm, með manni sem þú ert búin að vera að kela við allt kvöldið. Svo gerist eitthvað. Kannski segir hann eitthvað sem kemur illa við þig, snertir þig á einhvern þann hátt sem verður til þess að þú missir áhugann, eða þá að mamma þín hringir og lýsir ristilspegluninni sem hún undirgekkst fyrr um daginn í smáatriðum. Halda áfram að lesa

Er brundfyllisgremja fyndin?

faintÉg held að það hafi verið í janúar sem einhver ahugasemd á fb varð til þess að ég fór að ræða staðalmynd feministans við vin minn. Þetta var ekkert á grófleikaskala Gillzeneggers en einhver sem fannst tiltekin kona sem kennir sig við feminisma ekki nógu skapgóð, sagði eitthvað í þá veruna að þessar mussukerlingar fengju greinilega ekki nóg heima.

Halda áfram að lesa