Harmageddon og paródíukrísan

poe

Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. Halda áfram að lesa

Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan

feður

Tilefni þessarar pistlaraðar eru ítrekuð ummæli um að ég sé að gera feministum upp skoðanir. Ætlun mín er að gera í eitt skipti fyrir öll grein fyrir því á hverju ég byggi hugmyndir mínar um markmið hreyfingarinnar. Í fyrri pistlum hef ég bent á dæmi um það hvernig kvenhyggjufólk er að koma á nýju kennivaldi, m.a. með því að koma áróðri sínum inn í barna- og unglingaskóla.   Halda áfram að lesa

Jú, öfug sönnunarbyrði viðgengst meðal vestrænna þjóða

11875083-court-proceedings-transcriptionUm daginn skrifaði ég pistil sem olli miklum titringi enda þótt flestir sem hneyksluðust á honum segðust vera mér sammála um það sem skiptir máli, þ.e. að ekki megi færa sönnunarbyrðina í kynferðisbrotamálum yfir á sakborning. Halda áfram að lesa