Jólahlaðborð

Hótelstjórinn bauð staffinu í jólahlaðborð. Missti sig í óhóflegt örlæti, keypti barinn og sagðist ætla að fara á hausinn með stæl. Jeminn hvað við drukkum mikið. Samt varð ég ekki full sem er í rauninni ótrúlegt í ljósi þess að ég drakk eins mikið frá syni mínum og Sykurrófunni og ég mögulega komst yfir. Bara svo helvíti erfitt að ætla að takmarka unglingadrykkju með því að stela úr glösum barnanna þegar þau fá ótakmarkað magn áfengis afgreitt á barnum án þess að borga fyrir það. Halda áfram að lesa