Mér finnst alveg fínt að hafa jól, sérstaklega ef maður fær jólafrí. Það er jólaklámið sem ég þoli ekki. Endalaus geðbólga í tvo mánuði yfir hlutum sem skipta ekki máli. Ég er ekkert farin að jóla ennþá en ég ætla að jóla smávegis í næstu viku. Ef ég verð í stuði til þess. Að elska jólin er nefnilega ekki það sama og að runka sér í hel yfir þeim. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: jól
Jól í aðsigi -ííííts!
Ég sá á blogginu hennar Rögnu að þar á bæ er jólakortagerð að hefjast. Mikið lifandis skelfing eru þessar konur duglegar. Ég tel mig góða ef mér tekst að hefja jólaundirbúning 10. desember. Þegar ég verð búin að jafna mig eftir þetta smá slys sem ég lenti í um daginn (hélt að það væri bara smáskeina en reyndist hafa skorið inn í bein) og get farið að þrífa af einhverju viti heima hjá mér, get ég litið á það sem forstigsjólahreingjörning.
Kannski get ég notað dauða tíma í búðinni til að láta Búðarsveininn föndra fyrir mig jólakort. Það yrði fróðlegt að sjá útkomuna. Hann er listrænn strákurinn, samdi m.a. texta sem heitir „Ég elska að ríða Satan“ fyrir metal-hljómsveitina sína. Ég held samt að það sé ekki jólalag.
Bráðum koma blessuð jólin
Skjótt skipast þau já.
Þar sem hefð hefur myndast fyrir því að konan sem ég elska fái ný og ómótstæðileg karríertækifæri á 6 vikna fresti (og taki þeim öllum), fæ ég nú á næstunni, gegn gjaldi sem ég veit ekki hvernig ég ætla að greiða, tækifæri til að bæta við mig ríflega 100 vinnustundum á mánuði. Ég hef ákveðið að borga það gjald brosandi. Ég hef hinsvegar ekki enn tekið afstöðu til þess hvort ég á að líta á það sem refsingu Mammons fyrir að hafa hegðað mér eins og fáviti gegn betri vitund eða verðlaun fyrir að hafa sýnt þolinmæði, langt umfram það sem er mér eðlilegt.
Í augnablikinu lítur út fyrir að ég verði að fresta ástargaldrinum einn mánuðinn enn, en skítt með það. Mammon hefur staðið með mér hingað til og hann veit áreiðanlega hvað hann er að gera.
Jólasálmur
Mjöllin sem bómull og brátt koma jól
og borgirnar ljósadýrð skarta
til merkis um hátíð og hækkandi sól
hve hlýnar í sál þér með vorinu bjarta.
Hver dagur er skammur og dimmur sem kvöld
en desemberstjörnurnar minna
á silfraðar kúlur við satinblá tjöld
þá sakna ég augnanna þinna.
Ef óvættir vekja þér angist og beyg
mun engill minn hafa á þér gætur
ef skjár þinn er freðinn af frostrósasveig
ég feginn skal kynda þinn arinn um nætur.
Ég sker þér í laufabrauð skammdegissól
sem skín þér um veturna svarta
með óskum um gæfu og gleðileg jól
ég gef þér að lokum mitt hjarta.
Textinn var skrifaður við lag eftir Óttar Hrafn Óttarsson en það hefur aldrei verið notað. Beggi bróðir minn samdi síðar lag við þennan texta. Það lag hefur mér vitanlega aldrei verið flutt opinberlega heldur.
Jólakort
Í dag barst mér síðbúið jólakort frá Manninum sem vildi ekki eiga brauðrist með konunni sinni, konunni hans og dóttur. Hann er sumsé fluttur heim aftur. Eins og ég átti von á. Halda áfram að lesa
Breytingartillögur
Ég ætla að leyfa mér að gera eftirfarandi tillögur um breytingar á jólahaldi Íslendinga.
1) Ég fékk nefnilega þá bráðsjöllu hummmmmynd að í stað þess að klæmast á harmi sjúkra, einstæðra og fátækra yfir jólin, þá tökum við Íslendingar allt árið 2005 í það að vera góð við náungann og þá einkum hungraða og hrjáða, þjakaða og þjáða. Halda áfram að lesa
Jólablogg
Einhvernveginn afrekaði ég að jóla heimilið og koma matnum á borðið kl 18:05. Jólaði samt ekki bílinn, verð bara að áramóta hann í staðinn.
Sonur minn Byltingamaðurinn er að komast yfir mesta kommúnismann, á Þorláksmessu viðurkenndi hann m.a.s. að hann hlakkaði til jólanna. Sonur minn gelgja dauðans tók hins vegar að sér hlutverk Trölla sem stal jólunum þetta árið. Halda áfram að lesa