Hin eina rétta

-Kannski væri skynsamlegast af okkur að reikna ekki með að hittast oftar, sagði ég.

-Ef það er það sem þú vilt Mía litla.
-Ég sagði ekki að ég vildi það heldur að það væri skynsamlegt. Ég stóð sjálfa mig að því í kvöld að leggja mig fram um að bíða þín ekki með eftirvæntingu, og það er frekar hallærisleg sjálfsblekking. Ég vil ekki vera konan sem bíður.
-Það skil ég vel. Halda áfram að lesa

Sálnaflakk

Ég hef aldrei haldið Hrekkjavöku hátíðlega. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti því að þeir sem það fíla ættleiði siði annarra þjóða. Mér finnst bara fínt að hafa sem flest tilefni til að gleðjast, en okkar menning dugar mér. Eða hefur allavega dugað hingað til. Halda áfram að lesa

Ástin er ekkert æðst

Hvers vegna heldur fólk svona fast í þá hugmynd að ástin sé æðri hamingju og velferð?

Ég hef enga tölu á þeim fjölda kvenna og karla sem hafa komið til að leita staðfestingar á því að það sé gott, rétt og gerlegt að bjarga vonlausu sambandi af því að „mér finnst eins og okkur sé ætlað að vera saman“. Halda áfram að lesa

Uppeldið mistókst

Það er alltaf ákveðinn tregi sem fylgir því þegar börnin mann vaxa úr grasi og verða einfær um hluti sem þau þurftu áður aðstoð við. Ég játa að mér finnst út af fyrir sig ágætt að losna við að kaupa fatnað á syni mína en stundum hafa þeir annan fatasmekk en ég.

Eða eiginlega alltaf.

Heppilegur misskilningur

Ég játa að það kitlar hégómagirnd mína þegar huggulegir menn sýna mér áhuga og býst við að ég sé að eðlisfari fremur svona kókett. Það er samt þetta skilyrði; maðurinn verður að hafa eitthvað við sig svo ég sé verulega impóneruð. Ég kannast því ekki við að vera sérlega kókett við gamla menn.

Einhverja strauma hlýt ég nú samt að senda frá mér sem koma gamlingum til að halda að ég sé með einhverskonar afafetish, allavega eru þeir menn sem sýna áhuga á því að kynnast mér (annarsstaðar en í bælinu)iðulega komnir yfir sjötugt. Ég tek skýrt fram að ég hef ekkert á móti gömlum mönnum. Ég kann yfirleitt alveg ágætlega við gamalt fólk þótt ég hafi ekki heimahjúkrun að hugsjón.

Eldri maður sem ég vil gjarna þekkja SEM GAMLAN MANN, hefur það fyrir venju að klæðast grænum hosum þegar hann heimsækir mig. Frábær maður að nánast öllu leyti. Klár og skemmtilegur og sannarlega vænn maður. EN. Það skortir bara ákveðinn sjarma þegar maður sem er að reyna við mann er smjattandi -ekki af neinum perraskap, heldur af elli.

Í gær áttaði ég mig á því að hosuspengill þessi stendur í þeirri trú að ég sé heitkona Uppfinningamannsins. Ég ákvað að leiðrétta það ekki.