Urrrg

Ef Gvöð er til þá er hann að reyna að segja mér eitthvað. Eitthvað í þá veruna að allt sem geti farið úrskeiðis muni fara úrskeiðis og að um leið og allt sé farið úrskeiðis, komi einhver karlmaður og komi því ískeiðis aftur.

Uppfinningamaðurinn er hér með útnefndur hetja dagsins.

Ókídókí Gvöð, ég er búin að ná þessu; can´t live without them. Greyið mitt láttu mig nú í friði.

Rafmagnskallinn

Haldiði að rafmagnskallinn hafi ekki bara komið einmitt þegar ég var að birta síðustu færslu. Þetta er greinilega galdrablogg. Hann aftengdi útiljósin og þar með fékk ég rafmagn í íbúðina innanverða. Hann ætlar svo að koma og laga þetta almennilega einhvern næstu daga. Mikill öðlingur, hefði áreiðanlega komið með mér til Bosníu ef ég hefði krafist þess. Eða allavega til Tálknafjarðar. (Einu sinni hélt ég að Tálknafjörður héti eftir fisktálknum en það er önnur saga.) Halda áfram að lesa

Rafvirkjar

Hvað er þetta eiginlega með rafvirkja? Það er eitthvað að rafmagninu hjá mér, slær út ef ég reyni að kveikja ljós eða setja eitthvert tæki í samband í eldhúsinu eða stofunni. Frekar óþægilegt að geta ekki eldað, lagað kaffi, notað sjónvarpið, tölvuna eða kæliskápinn nema með því að tengja framlengingarsnúru inn á bað. Ég er búin að hafa samband við tvo rafvirkja og biðja um aðstoð en þeir láta báðir eins og ég sé að heimta að þeir yfirgefi fjölskylduna til að eyða páskunum með mér á einhverjum ömurlegum stað eins og t.d. Bosínu eða Tálknafirði. Halda áfram að lesa